Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 188
188
hvernig þessir viðskiptamenn bjuggu sér til hetjulega ímynd í þjóðleg-
um anda. Þeir hafi verið norrænar hetjur, landnemar og ævintýramenn
sem ætluðu að gera landa sína stolta. Þeir litu til norrænnar goðafræði og
táknkerfis víkinga í hetjulegri sjálfsmyndarsköpun, eins og sést glögglega á
kennimerki Björgólfs Thors Björgólfssonar, en hamar þrumuguðsins Þórs,
Mjölnir, var málaður á stélflöt einkaþotu hans og eignarhaldsfélag hans hét
Novator – Nýi Thor/Þór. Að sama skapi var Jón Ásgeir með þriggja metra
háa styttu af Víkingi á skrifstofu sinni í London, en sá hafði gítar á bakinu.
Svona mætti lengi telja, en dæmin um það hvernig nýríku athafnamennirn-
ir spiluðu með táknkerfi víkinga og norræna goðafræði eru fjölmörg. Þetta
voru stoltir synir Íslands, landnemar, ævintýramenn og hetjur. Boyes segir
hugmyndina um víkinginn falla vel að þeim skapgerðarháttum sem eigi að
einkenna nútíma athafnamenn, sem elski átök og séu ævintýramenn sem í
blundi frumstætt eyðingarafl. Jafnvel eftir hrunið má því halda í táknkerfi
víkingsins að mati Boyes. Mistök útrásarvíkingsins eru núna sögð vera þau
að hann hafi verið of gráðugur, farið of geyst og tekið of margar áhættur
en hann heldur áfram að vera víkingur.57 Þessi sýn birtist glöggt í skrifum
Hallgríms stuttu eftir hrun, en nú setur hann hegðun þeirra í samhengi við
villimennsku: „útrásarvíkingar reyndist vera réttnefni. Þeir fóru um löndin
rænandi og ruplandi. Og fengu aldrei nóg. Græðgin gegndarlaus.“
Í greininni „Draugur Group“ hefur Hallgrímur að mestu sagt skilið við
víkingamyndmálið, en greinina má skoða sem uppgjör við skrifin í „Baugi og
bláu hendinni“ og vörn gegn þeim ásökunum sem hann hafði verið borinn í
kjölfar hrunsins. Hallgrímur gerir lítið úr stuðningi sínum við Jón Ásgeir og
Baugsveldið og telur grein sína fyrst og fremst hafa snúist um „misnotkun
valds og einokun valds“58 þótt þar hafi vissulega birst „barnaleg trú á unga
viðskiptamenn. Að Björgólfur Thor og Jón Ásgeir þyrftu að fá að blómstra.
Að landvinningar þeirra gætu orðið þjóðinni til tekna“.59 Hallgrímur skýrir
orð sín svo að hann hafi varað við því að stríð Sjálfstæðisflokksins við ákveðn-
ar persónur gæti endað þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hætti afskiptum af
pólitík „og sneri sér alfarið að viðskiptum“. Sú varð reyndar líka raunin í
gömlu stjórnarflokkunum. Margir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksmenn
57 Sjá Roger Boyes, Meltdown Iceland: How the Global Financial Crisis Bankrupted an
Entire Country, bls. 59–61. Guðni Elísson ræðir víkingamyndmálið í grein sinni
„Vogun vinnur …“, bls. 123–129.
58 Hallgrímur Helgason, „Draugur Group – minningarorð frá Baugspenna“, bls. 11.
59 Hallgrímur Helgason, „Draugur Group – minningarorð frá Baugspenna“, bls. 7.
ALDA BJöRK VALDIMARSDÓTTIR OG GUðNI ELÍSSON