Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 189
189
urðu milljarðamæringar á þessum árum í krafti áhrifa sinna og pólitískra
tengsla fremur en í nafni frjálsrar samkeppni.
Það má einnig taka undir þá greiningu Hallgríms að íslensk stjórn-
málaumræða áranna fyrir hrun hafi alltaf verið persónugerð.60 Sem dæmi
um tilraun til þess að gagnrýna þessa óæskilegu arfleifð nefnir Hallgrímur
Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar þar sem hún mæli með „almennum
reglum og heilbrigðu samkeppnisumhverfi“. Slík umræða var þó dæmd til
að mistakast vegna „blokkastríðs sem á endanum setti Ísland á hausinn“.
Hallgrímur segir: „Ef þú gagnrýndir eina hliðina varstu óðar negldur upp
við hina. Ef þú gagnrýndir Davíð varstu „Baugspenni“. Ef þú fluttir ræðu í
Borgarnesi varstu formaður í „dótturfélagi auðhrings“.61
Í „Draugi Group“ víkur Hallgrímur sér þó undan því að ræða bréf-
ið sem hann skrifaði sama dag og Glitnir var tekinn yfir af íslenska rík-
inu, aðeins viku fyrir hrunið. Þar tekur hann upp orð Þorsteins Más
Baldvinssonar, stjórnarformanns Glitnis, sem lýsti því yfir að bankanum
hefði verið rænt.62 Í tölvubréfinu sem fór víða vikuna fyrir hrun segir
Hallgrímur m.a.:
Atburðir morgunsins segja manni að hér starfi hvorki þing né rík-
isstjórn. Eitt stærsta fyrirtæki landsins er þjóðnýtt í nafni ríkisstjórn-
ar Íslands en forsætisráðherra er ekki í aðalhlutverki heldur situr í
farþegasætinu og fjármálaráðherra í aftursætinu ... Og Alþingi er
einhverstaðar [svo] víðs fjarri. Bara hóað í nokkra þingmenn til að
vera vitni að aðgerðinni. […] Geir gufaði endanlega upp sem forsæt-
isráðherra um helgina. Hér er hvorki starfandi þing né ríkisstjórn.
60 Auðvitað má halda mun lengra aftur í íslenskri stjórnmálasögu. Í þeim anda kallar
Hallgrímur íslensk stjórnmál „[h]undrað ára meinsemd“, en „helmingaskiptaflokk-
arnir voru viðskiptablokkir í eðli sínu“. Sjá Hallgrímur Helgason, „Draugur Group
– minningarorð frá Baugspenna“, bls. 7.
61 Hallgrímur Helgason, „Draugur Group – minningarorð frá Baugspenna“, bls. 12.
62 Hallgrímur tekur upp orðalagið að sofna í lýðræðisríki en vakna í konungsríki.
Hallgrímur Helgason, „Draugur Group – minningarorð frá Baugspenna“, bls. 9.
Í áttunda hluta „Ísland er dautt. Lengi lifi Ísland!: þjóðarþrot í átján liðum“, leitast
Hallgrímur við að útskýra bréfið, en því hafi verið tekið á fyrirsjáanlegan hátt: „En
auðvitað var ákallinu tekið á hefðbundinn hátt. „Baugspenninn“ lætur í sér heyra.
Því miður fer íslensk samfélagsumræða fram í svo þröngum kústaskáp að þegar
maður bendir í eitt hornið er maður óvart staddur í öðru. Baugspennastimpillinn
hafði þó lengi verið lítið gjald fyrir þann munað að fá að gagnrýna ráðstjórn Dav-
íðs. En hér hafði konungsmeðvirknin náð nýjum hæðum, þegar ekki mátti benda
á þá staðreynd sem blasti við, að bankastjórinn hafði gert hallarbyltingu í sjálfu
stjórnarráðinu, án þess að allt væri túlkað á versta veg.“
„OG EFTIR SITJUM VIð MEð SEKTARKENND Í BRJÓSTI“