Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 195

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 195
195 þó stjórnmálamennirnir mesta ábyrgð, meiri en almenningur og þeirra ábyrgð er jafnvel meiri en útrásarvíkinganna: Ábyrgð fíklanna [útrásarvíkinga] er mikil en ábyrgð foreldranna er þó meiri. Stjórnmálamenn eru kjörnir af almenningi til að fara með stjórn landsins. Og nú er landið sokkið. Sá sem hleypti kálfunum út ber ábyrgð. Sá sem átti að fylgjast með þeim ber ábyrgð. Sá sem sat aðgerðalaus hjá þegar bjöllurnar tóku að hringja ber ábyrgð. Og við sem ekki skildum fjárglæfragaldur lánakastalans, en stóðum þögul hjá og horfðum á gullkálfadansinn, berum líka ábyrgð.72 Allt uppgjör við hrunið felst vissulega í því hversu margir eru færðir til ábyrgðar og hversu vítt er horft í gagnrýninni. Eru hinir seku aðeins nokkrir stjórnmálamenn og fjármálagreifar eða verður íslenskur almenn- ingur einnig að horfast í augu við hlutdeild sína í þeirri efnahagsstefnu sem öllu kom í þrot?73 Þótt freistandi sé að segja að almenningur hafi ekki skilið hvað raunverulega var á seyði, eða í versta falli staðið óvirkur hjá verður því ekki heldur neitað að stór hluti þjóðarinnar hefur haldið áfram að styðja stjórnmálaöfl og einstaklinga sem enginn vafi leikur á að fóru fram úr sér á árunum fyrir hrun, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Hér má sem dæmi nefna að í skoðanakönnunum á árunum 2010 til 2012 heldur Sjálfstæðisflokkurinn enn yfirburðastöðu sinni sem íslenskt stjórnmálaafl, en þingmenn hans bera í senn ábyrgð á þeirri hugmyndafræði og stjórn- málastefnu sem ýtti íslensku efnahagslífi út yfir hengiflugið, auk þess sem margir þeirra tóku bæði beinan og óbeinan þátt í braskinu eins og marg- oft hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarin ár. Fylgi flokksins mælist ítrekað milli 35% og 40% á þessum tíma þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir um beina eða óbeina aðkomu að ýmiss konar fjármálavafningum sem höfðu afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskan efnahag. Eins og Guðni Elísson benti á í grein sem skrifuð var 2010 er erfitt að skýra slíkan almennan stuðning „sem andvaraleysi eða góðærismeðvirkni“ og upp vakna „spurn- ingar um hvort bein ábyrgð almennings í hruninu og aðdraganda þess sé meiri en [Rannsóknarskýrsla Alþingis] gefur til kynna. Kjósendur telja það að minnsta kosti ekki neina frágangssök þótt stjórnmálamennirnir hafi 72 Hallgrímur Helgason, „Ísland er dautt, lengi lifi Ísland!: þjóðarþrot í átján liðum“, bls. 24. 73 Guðni Elísson leitast við að svara þessari spurningu í greininni „Vogun vinnur …“, sérstaklega í kaflanum „Má persónugera vandann?“, bls. 129–139. „OG EFTIR SITJUM VIð MEð SEKTARKENND Í BRJÓSTI“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.