Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 195
195
þó stjórnmálamennirnir mesta ábyrgð, meiri en almenningur og þeirra
ábyrgð er jafnvel meiri en útrásarvíkinganna:
Ábyrgð fíklanna [útrásarvíkinga] er mikil en ábyrgð foreldranna er
þó meiri. Stjórnmálamenn eru kjörnir af almenningi til að fara með
stjórn landsins. Og nú er landið sokkið. Sá sem hleypti kálfunum út
ber ábyrgð. Sá sem átti að fylgjast með þeim ber ábyrgð. Sá sem sat
aðgerðalaus hjá þegar bjöllurnar tóku að hringja ber ábyrgð. Og við
sem ekki skildum fjárglæfragaldur lánakastalans, en stóðum þögul
hjá og horfðum á gullkálfadansinn, berum líka ábyrgð.72
Allt uppgjör við hrunið felst vissulega í því hversu margir eru færðir til
ábyrgðar og hversu vítt er horft í gagnrýninni. Eru hinir seku aðeins
nokkrir stjórnmálamenn og fjármálagreifar eða verður íslenskur almenn-
ingur einnig að horfast í augu við hlutdeild sína í þeirri efnahagsstefnu
sem öllu kom í þrot?73 Þótt freistandi sé að segja að almenningur hafi ekki
skilið hvað raunverulega var á seyði, eða í versta falli staðið óvirkur hjá
verður því ekki heldur neitað að stór hluti þjóðarinnar hefur haldið áfram
að styðja stjórnmálaöfl og einstaklinga sem enginn vafi leikur á að fóru
fram úr sér á árunum fyrir hrun, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Hér
má sem dæmi nefna að í skoðanakönnunum á árunum 2010 til 2012 heldur
Sjálfstæðisflokkurinn enn yfirburðastöðu sinni sem íslenskt stjórnmálaafl,
en þingmenn hans bera í senn ábyrgð á þeirri hugmyndafræði og stjórn-
málastefnu sem ýtti íslensku efnahagslífi út yfir hengiflugið, auk þess sem
margir þeirra tóku bæði beinan og óbeinan þátt í braskinu eins og marg-
oft hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarin ár. Fylgi flokksins mælist
ítrekað milli 35% og 40% á þessum tíma þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir um
beina eða óbeina aðkomu að ýmiss konar fjármálavafningum sem höfðu
afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskan efnahag. Eins og Guðni Elísson
benti á í grein sem skrifuð var 2010 er erfitt að skýra slíkan almennan
stuðning „sem andvaraleysi eða góðærismeðvirkni“ og upp vakna „spurn-
ingar um hvort bein ábyrgð almennings í hruninu og aðdraganda þess sé
meiri en [Rannsóknarskýrsla Alþingis] gefur til kynna. Kjósendur telja það
að minnsta kosti ekki neina frágangssök þótt stjórnmálamennirnir hafi
72 Hallgrímur Helgason, „Ísland er dautt, lengi lifi Ísland!: þjóðarþrot í átján liðum“,
bls. 24.
73 Guðni Elísson leitast við að svara þessari spurningu í greininni „Vogun vinnur …“,
sérstaklega í kaflanum „Má persónugera vandann?“, bls. 129–139.
„OG EFTIR SITJUM VIð MEð SEKTARKENND Í BRJÓSTI“