Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 199
199
Elizabeth A. Johnson
Glötun og endurheimt
sköpunarverksins í kristinni hefð1
Hver heldurðu eiginlega að þú sért? Sum okkar hafa kannski einhvern tímann
á lífsleiðinni fengið þessa spurningu. Heldurðu að þú sért eitthvað merkilegri
en ég? Já, hver höldum við mannfólkið að við séum? Þessi spurning hefur um
nokkra hríð brunnið á kristnum guðfræðingum. Ástæðan er sú að spjótum
hefur verið beint að kristinni trú og mannmiðlægri siðfræði hennar og hún
verið gagnrýnd fyrir að upphefja manninn á kostnað náttúrunnar og annarra
lifandi vera. Í hnotskurn gengur þessi gagnrýni út á að hin kristna mannmið-
læga siðfræði ýti undir það viðhorf að manneskjan sé æðri öðrum lífverum,
sbr. orð Fyrstu Mósebókar: „Þá sagði Guð: „Við viljum gera manninn eftir
vorri mynd, líkan oss. Hann skal drottna yfir fiskum sjávarins, fuglum loftsins,
búfénu, villidýrunum og allri jörðinni og öllum skriðdýrum sem skríða á jörð-
inni“ (1Mós 1.26).
Um þessar mundir eru liðlega fjörutíu ár síðan miðaldasöguprófessorinn
Lynn White setti fram slíka gagnrýni á kristin trúarbrögð.2 Þá var ekki hafin
umræða um hlýnun jarðar eða loftslagsbreytingar. Umræðu- og áhyggjuefni
Whites var almenn og harkaleg framganga hins vestræna manns gagnvart
náttúrunni. White sem var sérfræðingur í tækniframþróun á miðöldum taldi
1 Hér er þýdd greinin „Losing and Finding Creation in the Christian Tradition“ í
bókinni Christianity and Ecology. Seeking the Well-Being of Earth and Humans, ritstj.
Dieter T. Hessel og Rosemary Radford Ruether, Cambridge, Massachusetts:
Harvard University Press, 2000, bls. 3–21.
2 Lynn White, „The Historical Roots of Our Ecological Crisis“, This Sacred Earth:
Religion, Nature, Environment, ritstj. Roger S. Gottlieb, New York/London: Rout-
ledge, 1996 [1967], bls. 184–193.
Ritið 2/2012, bls. 199–221