Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 204
204
Mynd af hnettinum okkar, líkustum blárri marmarakúlu sveipaðri hvít-
um skýjaslæðum, tekin utan úr geimnum vekur djúpstæða tilfinningu um
jörðina sem lifandi samfélag. Geimfarar sem hafa séð þetta með eigin
augum tala um umbreytingarkraft sýnarinnar. Sultan bin Salman al-Saud,
Sádi-Arabi í fjölþjóða geimáhöfn, minntist ferðarinnar svo: „Fyrsta daginn
bentum við öll á löndin okkar, þriðja daginn bentum við á heimsálfurnar
okkar en á fimmta degi höfðum við öll öðlast skilning á því að það var
aðeins ein Jörð.“17
Við upphaf nýrrar aldar er ný meðvitund og skilningur á jörðinni að
festa rætur í hugum jarðarbúa, skilningur sem byggist annars vegar á
einstakri samræðu milli samtíma vísindamanna, sem hafa uppgötvað og
útskýrt eðli og upphaf heimsins, og hins vegar þekkingu á því hvernig rán-
yrkja mannsins er langt komin með að skemma hinn náttúrulega heim.
Annars vegar öðlumst við dýpri skilning á hinum háa aldri, ógnarstærð og
flækjustigi alheimsins, lögmálunum að baki tilurð hans og áframhaldandi
sköpun, sem og virkni efniseinda í ljósi kjarneðlis- og skammtafræði, og
ennfremur gerum við okkur ljósa hina ótrúlega flóknu þróun lífs á jörðinni
og það hvernig allt líf tengist innbyrðis – og öll þessi þekking vekur vitund
um að heimurinn sé stórfenglegur. Hins vegar höfum við öðlast innsæi
sem lýtur að atferli mannsins þar sem taumlaus fjölgun, ásamt hömlulausri
neyslu og mengandi rányrkju auðlinda, mun brátt leiða til þrots þeirra
kerfa sem viðhalda lífi í landi, legi og lofti, jafnframt því að stefna urmul
annarra tegunda í mikinn vanda og jafnvel útrýmingarhættu – vitundin um
þetta getur af sér gjörbreyttar aðstæður þar sem fjársjóðir náttúrunnar eiga
á hættu að glatast. Það að undur veraldarinnar skuli standa frammi fyrir
tortímingu hefur orðið til þess að vaxandi fjöldi trúaðs fólks nú á tímum
leitar á ný í fornar íhugunaraðferðir jafnframt því sem það kallar eftir
nýjum siðferðislegum viðmiðum og athöfnum sem taka mið af þekktum
fyrirboðum og nauðsyn þess að færa ástand heimsins til betri vegar.18
Þegar rætt er um ógnina sem steðjar að jörðinni og meðvitund mann-
kyns um mikilvægi ábyrgðar sinnar í því samhengi, getur verið gagnlegt
17 Þessa tilvísun er að finna hjá Michael Dowd, Earthspirit: A Handbook for Nurturing
and Ecological Christianity, Mystic, Conn.: Twenty-Third Publication, 1991, bls.
95.
18 Sjá Catherine Keller, „Women against Wasting the World: Notes on Eschatology
and Ecology“, Reweaving the World: The Emergence of Ecofeminism, ritstj. Irene
Diamond og Gloria Feman Orenstein, San Francisco: Sierra Club Books, 1990,
bls. 249.
ELIZABETH A. JOHNSON