Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 206
206
hann hlutdeild í bæði blessun hins mannlega sáttmála og bölvun dómsins
þegar sá sáttmáli er brotinn. Samkvæmt Fimmtu Mósebók tjáir hvíldar-
dagurinn mikilvægi þess að dýr og menn hvílist og sama gildir um fagn-
aðarárið: þá er landinu leyft að hvílast og endurnýjast. Hvort tveggja tjáir
skýrt hversu samofinn heimurinn er trúarlegu lífi samfélagsins frammi
fyrir augliti Guðs. Eftir því sem spámennirnir segja, blómstrar bæði land
og fólk saman og leggst í auðn saman: „Vínviðurinn fölnar, laufið sölnar,
allir sem glöddust stynja“ (Jes 24:7), sem gefur til kynna að gjöfulir akrar,
raunveruleg gleði og almennur friður tilheyri heild. Í Davíðssálmum til-
biður heimurinn Guð, akrarnir syngja af gleði; stjörnur hrópa í fögnuði. Á
sama hátt stynur jörðin, syrgir og hrópar til Guðs um miskunn. Spekiritin
greina frá hinni helgu Visku sem gegnsýrir heiminn með helgum anda
sínum, meðvituð um árstíðaskiptin, atferli dýranna, lækningarmátt jurta
og endurnýjar allt með lífgefandi orku sinni. Það er greinilegt að jörðin
tilheyrir Guði í allri sinni gnægð (Slm 24.1); öll jörðin er full af Guðs dýrð
(Jes 6.3) og óhugsandi að skilja hinn náttúrulega heim frá hinum trúar-
lega.
Þrátt fyrir að megináherslan sé lögð á lífið í Kristi leggja kristin rit
einnig mikið upp úr jarðmiðlægum stefjum eins og holdtekjunni þar sem
heimurinn verður hold og sameinast lifandi efni heimsins, upprisu líkamans
sem tjáir eilíft gildi hins holdlega; kvöldmáltíðinni þar sem að brauð og vín
sem búin eru til úr hveiti og þrúgum þjappa fólki saman í samfélag með
hinu guðlega; og voninni um að framtíðin muni á stórbrotinn hátt færa
hina náðarsamlegu endurlausn sem hefur þegar átt sér stað í Kristi, frum-
burði gjörvalls sköpunarverksins.
Viss tvíræðni litar þó þetta jákvæða mat, sérstaklega í ákveðnum text-
um Fyrstu Mósebókar, 8. Davíðssálmi og víðar, ásamt nokkrum handan-
heimslegum eða andheimslegum stefjum nokkurra texta Páls postula og
Jóhannesar. Þessir textar hafa verið ákaflega ógagnlegir í guðfræðilegri
viðtökusögu síðari tíma túlkana þar sem hugmyndum tvíhyggju var haldið
fram um eðli veruleikans. Þó er það óumdeilanlegt að hin gyðinglegu og
kristnu rit virða trúarlega þýðingu jarðar og eru jákvæð gagnvart slíkum
túlkunum. Boðskapur þeirra er að hinn skapandi og endurleysandi Guð
elski og gleðjist yfir hinum náttúrulega heimi sem búi yfir heilindum sem
ekki séu háð mannlegum duttlungum.
Guðfræðingum í frumkristni og á miðöldum fannst þessi túlkun sjálf-
ELIZABETH A. JOHNSON