Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 212
212
yfir að hún væri trúarlega og siðferðilega daufdumb.29 Tilvistarguðfræði,
svo dæmi sé tekið, frá Kierkegaard til Bultmanns, bjó manninum stað í
ríki frelsisins þar sem verkefni hans var að taka frjálsar ákvarðanir, innrétta
heiminn og skapa merkingu. Frelsinu var stillt upp gegn nauðhyggjulegri
og tæknihyggjulegri sýn á náttúruna. Náttúra og frelsi áttu tilvist sína á
ólíkum og óskyldum grundvelli þar sem hið fyrrnefnda var einfaldur bak-
grunnur fyrir athafnasemi hins síðarnefnda. Þetta á ekki aðeins við um
tilvistarstefnuna heldur einnig nýrétttrúnaðarstefnu, frjálshyggju, pólitíska
guðfræði, flestar tegundir frelsunarguðfræði í byrjun, nánast alla bók-
stafstrú og það sem væri hægt að kalla dæmigerða „prestaskólaguðfræði“30
– allar stefnur telja náttúruna vera lítið annað en grunn, efnivið og ytra
vistkerfi þar sem hin raunverulega og mikilvæga saga mannsins á sér stað.
Með einni undantekningu, sem er í bandarískri prósess-guðfræði, týndist
sköpunarverkið sem lagsbróðir og viðfang guðfræðinnar.
Vegatálmar
Nú er svo komið, bæði meðal mótmælenda og kaþólikka, að fólk áttar sig
á að glötun sköpunarstefsins tengist þeim hættulegum lífsháttum sem við
getum ekki tamið okkur til frambúðar: „hið ósveigjanlega tákn okkar tíma
er hnöttur sem við höfum stofnað í voða“.31 Víða má sjá tilraunir í þá átt
að finna heiminn aftur sem lifandi samfélag. Ýmsar stofnanir hafa lagt sitt
af mörkum. Þar má nefna Heimsráð kirkna sem bendir á tengsl milli rétt-
lætis, friðar og heilinda sköpunarverksins, einnig Canberra-ráðstefnuna
sem bar yfirskriftina „Kom helgur andi og endurnýja allt sköpunarverkið“.
Páfagarður og kaþólskir biskupafundir hafa reynt að skerpa vitund manna
með því að ítreka heilagleika og þýðingu jarðar annars vegar og ábyrgð
mannsins á henni hins vegar.32
Auk orða og aðgerða kirkjustofnana þá hafa alls kyns trúarleg samtök,
nefndir og aðgerðahópar leitast við að taka þátt í þessu verkefni í þágu
29 Sbr. greiningu Catherine Keller, „The Lost Fragrance: Protestantism and the
Nature of What Matters“, Journal of the American Academy of Religion 65/1997, bls.
355–370 og Larry L. Rasmussen, Earth Community: Earth Ethics, Maryknoll, New
York, Orbis Books, 1996, bls. 188–192.
30 Varðandi þetta atriði byggi ég á John B. Cobb.
31 World Council of Churches, Signs of the Spirit: Official Report, Seventh Assembly,
Canberra, Australia, 7.–20. febrúar, ritstj. Michael Kinnamon, Genf: WCC Pub-
lications; Grand Rapids, Mich.: Eerdmans, 1991, bls. 55.
32 John Paul II, „Peace with All Creation“, Origins 19, nr. 28, 14. desember 1989, bls.
465–468.
ELIZABETH A. JOHNSON