Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 213
213
jarðarinnar. Einnig hafa fræðimenn á sviði trúarbragða verið virkir og bera
að sínu leyti sérstaka ábyrgð því með verkum sínum geta þeir stuðlað að
því að breyta mannmiðlægri sýn trúarbragða yfir í vistmiðlæga. Þannig
geta þeir haft áhrif á samfélagslega breytni og umbreytt ríkjandi hugsun
og háttum stórra samfélaga í heiminum. Það er gleðilegt að sjá að auk
prósess-guðfræðinga hafa margir á sviði guðfræði og siðfræði hafist handa
við að innlima hinn náttúrulega heim í verk sín og jafnvel gert hann að
meginatriði.33 Þetta starf nýtur stuðnings frelsunarguðfræði og kvenna-
guðfræði sem lengi hafa undirstrikað tengslin milli rányrkju jarðar og sam-
félagslegs óréttlætis. Mikilvægi þess að hlusta á þessar raddir felst í skiln-
ingi á því að alheimurinn er ekki einvörðungu á ábyrgð hinnar vestrænu,
karlkyns forréttindastéttar. Þessi skref vekja von og samstaða manna vex
hvað það varðar að nauðsyn beri til að koma kristinni hefð aftur á þá braut
sem hún villtist af fyrir 500 árum, vegna heimsins og framtíðar hans.
Þó er það svo að rammbyggðir vegatálmar aftra endurheimt sköpunar-
verksins, tálmar sem eru af sömu rótum runnir og orsakir þess að það glat-
aðist. Í kaþólskri hefð styrkir valdapíramídi kirkjunnar þá miklu hagsmuni
sem felast í að viðhalda hefðbundinni stigveldisheimsmynd. Þetta girðir
fyrir að hægt sé að endurheimta hinn djúpa skyldleika mannsins við aðra
hluta náttúrunnar, ekki sem píramída stigvaxandi forréttinda, heldur sem
hringlaga, hnattrænt lífssamfélag. Dæmi um þetta er eftirfarandi: Í einni af
mörgum ágætum yfirlýsingum áréttaði Jóhannes Páll páfi II. á heimsfrið-
ardeginum 1990 m.a. að ekkert friðsælt samfélag hefði efni á að líta fram
hjá heilindum sköpunarverksins, að félagslegt réttlæti væri lífsnauðsyn-
legt til að vernda jörðina og vistfræðileg kreppa því djúpstætt, siðferðilegt
33 Sjá John B. Cobb, God and the World, Philadelphia: Westminster Press, 1969;
Rosemary Radford Ruether, New Woman, New Earth, New York: Seabury Press,
1975; Thomas Berry, The Dream of the Earth: Sexist Ideologies and Human Liberation,
San Francisco: Sierra Club Books, 1988, Thomas Berry, The Cosmic Adventure:
Science, Religion and the Quest for Purpose, New York: Paulist Press, 1984, Thomas
Berry, The Promise of Nature: Ecology and Cosmic Purpose, New York: Paulist Press,
1993; Gordon Kaufman, Theology for a Nuclear Age, Philadelphia: Westminster
Press, 1985; Jürgen Moltmann, God in Creation: A New Theology of Creation and the
Spirit of God, San Francisco: Harper and Row, 1985; Sean McDonagh, To Care for
the Earth: A Call to a New Theology, Santa Fe: Bear and Company, 1987; Liberating
Life: Contemporary Approaches to Ecological Theology, ritstj. Charles Birch, William
Eakin og Jay B. McDaniel, Maryknoll, New York: Orbis Books, 1990; James A.
Nash, Loving Nature: Ecological Integrity and Christian Responsibility, Nashville:
Abingdon Press, 1991 og Sallie McFague, The Body of God: An Ecological Theology,
Minneapolis: Fortress Press, 1993.
GLöTUN OG ENDURHEIMT SKöPUNARVERKSINS Í KRISTINNI HEFð