Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Qupperneq 214
214
vandamál. Þrátt fyrir að hann talaði um þörfina á að „halda alltaf vakandi
tilfinningu fyrir bróðerni við alla þá góðu og fögru hluti sem Guð hefur
skapað“, þá lauk páfi boðskap sínum með orðum um hina „alvarlegu skuld-
bindingu mannkyns hvað það varðar að virða og vaka yfir þeim sem til-
heyri fjölskyldu mannsins því þar ríkir stærra og æðra bróðerni“.34 Slíkar
og þvílíkar kenningar, sem eiga uppruna sinn í stigveldishugmyndakerfi og
byggja á hugmyndum um óbreytanlega sköpun guðlegs vilja, hamla gegn
því að hægt sé að ímynda sér annars konar guðlegt skipulag sem byggir á
gagnkvæmum tengslum.
Meðal mótmælenda heldur tortryggnin gagnvart „fallinni“ náttúru enn
velli, bæði manni og heimi. Þar gildir enn: Finitum non est capax infiniti –
hið endanlega getur ekki borið í sér hið óendanlega, aðeins Orðið getur
bjargað. Þegar þessi tortryggni í garð gæsku heimsins kemur saman við
áhersluna á hið synduga mannlega eðli sem þarfnast guðlegrar náðar,
myndast þar kröftugur vegatálmi gegn því að jörðin sem heild geti orðið
trúarlegt viðfangsefni. Þess í stað, þótt á mismunandi hátt sé, leggur bæði
heimspeki og guðfræði vestrænnar mótmælendahefðar blessun sína yfir
aðskilnað náttúru og sögu. Nýlegar tilraunir til að hugsa hið gagnstæða
þurfa að keppa við sjónarhorn sem á sér djúpar rætur í hefð mótmælenda.
Áskoranir sem lúta að því að endurheimta sköpunarverkið
Þegar trúarleg hugsun nútímans opnar dyrnar að hinum náttúrulega heimi,
mætir henni undursamlegt innsæi. Miðaldaheimsfræðin, sem túlkaði heim-
inn sem jarðmiðlægan, óbreytanlegan og byggðan upp sem stigveldi, er
horfin. Einnig eru horfnir fordómar upplýsingarinnar sem horfðu á nátt-
úruna af sjónarhóli nauðhyggju og tæknihyggju sem á margan hátt líktust
trúarlegum gildum. Þess í stað eru nútímavísindi í óðaönn að uppgötva
náttúrulegan heim sem er ótrúlega breytilegur, lífrænn, sem stýrir sér sjálf-
ur, laus af klafa nauðhyggju, tilviljunarkenndur, takmarkalaus og opinn fyrir
hinu óþekkta. Vissulega eru ennþá margar glufur og óvissa í þessari þekk-
ingu en samtímis eiga sér stað gríðarlegar uppgötvanir á okkur tímum.35
34 John Paul II, „Peace with All Creation“, bls. 468.
35 Ian Barbour, Religion in an Age of Science, 2. hefti, San Francisco: Harper and Row,
1990–1991; Arthur Peacocke, Theology for a Scientific Age: Being and Becoming – Nat-
ural, Divine, and Human, Minneapolis: Fortress Press, 1993; John Polkinghorne,
One World: The Interaction of Science and Theology, Princeton: Princeton University
Press, 1986; og rit sem Robert J. Russell og fleiri ritstýra: Physics, Philosophy, and
Theology: A Common Quest for Understanding, 1988, Quantum Cosmology and the
ELIZABETH A. JOHNSON