Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 215
215
Heimurinn er t.d. næstum óhugsanlega gamall. Fyrir u.þ.b. 15 millj-
örðum ára sprakk einstök, yfirnáttúruleg ögn og út geystist efni og orka
sem myndaði heim sem er ennþá að þenjast út. Fyrir u.þ.b. 5 milljörðum
ára dó af ein af þessum gríðarstóru gömlu stjörnum í mikilli ofurstjörnu-
sprengingu sem sauð einföld atóm saman í þyngri málma eins og járn og
spjó þessum hroða út í geiminn. Nokkuð af þessu skýi ryks og gass kvikn-
aði aftur og varð að sólinni okkar, annarrar kynslóðar stjörnu. Sumt af
því þéttist saman í klumpa, of litla til að brenna, sem mynduðu plánetur í
sólkerfi okkar, þar með talda jörðina. Miklu, miklu seinna, á síðustu millj-
ónum ára, byrjaði mannkynið að verða til.
Þá er heimurinn næstum óskynjanlega stór. Í 50–100 milljörðum vetr-
arbrauta, sem hver og ein samanstendur af 100 milljónum stjarna og eng-
inn veit hversu mörgum tunglum og plánetum, er allt þetta sjáanlega og
heyranlega efni þó aðeins brot af efnismagni alheimsins. Í þessum gríð-
arlega alheimi er jörðin aðeins örlítil pláneta sem snýst um meðalstóra
stjörnu, í útjaðri einnar hinna gormlaga vetrarbrauta.
Þessu til viðbótar er heimurinn næstum því óskiljanlega virkur.
Stjörnurnar frá Miklahvelli, jörðin úr stjörnuryki; einfrumungar úr sam-
eindum jarðar, allt er þetta ein streymandi flóðbylgja lífs sem er óstöðv-
andi. Einfrumungaþörungar, marglyttur, skeldýr, láðs- og lagardýr, skor-
dýr, blóm, fuglar, skriðdýr, spendýr – og mitt á meðal alls þessa birtast
svo menn með samvisku og frelsi, nokkuð sem fær okkur til að hugleiða
umbreytingu efnisins. Við erum söngstjórar heimsins.
Heimurinn er óskýranlega lífrænn. Allt tengist öllu öðru, ekkert er
hægt að hugsa sér sem einangrað. Hér er ekki úr vegi að vitna í vísinda-
manninn og guðfræðinginn Arthur Peacocke en hann sagði: „Sérhvert
atóm af járni í blóði okkar myndi ekki vera þar ef það hefði ekki orðið til
í stjarnfræðilegri sprengingu fyrir milljörðum ára og að lokum þést þar
til það myndaði járnið í skorpu jarðarinnar sem við erum komin af.“36
Maðurinn deilir einum og sama uppruna með öllum lifandi verum á plán-
etunni. Bakteríur, furutré, spörfuglar, hestar, hinir stóru gráu hvalir – við
erum öll erfðafræðilega skyld í hinu stóra samfélagi lífsins. Þessar og við-
líka uppgötvanir nútíma vísinda renna saman í eina mynd af heiminum
sem kallar á nýjar túlkanir, bæði á hefðbundnum trúarlegum táknum og
Laws of Nature: Scientfic Perspective on Divine Action, 1993, o.fl. (Róm: Vatican
Observatory Press; Berkeley: Center for Theology and the Natural Sciences).
36 Arthur Peacocke, „Theology and Science Today“, Cosmos as Creation: Theology and
Science in Consonance, ritstj. Ted Peters, Nashville: Abingdon Press, 1989, bls. 32.
GLöTUN OG ENDURHEIMT SKöPUNARVERKSINS Í KRISTINNI HEFð