Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 216
216
á siðfræðilegum kenningum, sem þýðir að hin klassíska hugmyndafræði
tvíhyggju og stigveldisskipulags á sér ekki viðreisnar von.
Trúarlegum táknum ögrað
Á hinu vitsmunalega sviði vaknar nú aragrúi spurninga sem skora á guð-
fræðina að hugsa upp á nýtt öll grundvallartákn kristinnar orðræðu. Hvaða
visku um heiminn má finna hjá biblíulegum og klassískum kristnum höf-
undum eða í rituðum eða munnlegum trúarlegum hefðum? Í heimi sem er
svona gamall, svona stór, breytilegur og lífrænn – hvernig og hvers vegna
ætti maður að trúa á Guð? Hvernig er í raun hægt að meðtaka, ímynda sér
og predika hinn óskiljanlega leyndardóm Guðs? Hvað kennir Bók náttúr-
unnar á okkar tímum um skapara þessa undraverks, sem heldur áfram að
vinna að sköpuninni innan hinna opnu og óræðu kerfa hennar? Hvernig
má túlka hina óafturkræfu komu Guðs í þennan heim, gegnum holdtekju
guðlegrar visku og umbreytingu þessa holds í upprisu Jesú Krists? Hvernig
má skilja það að kærleikurinn, sem opinberaðist í lækningum og gjöfum
Jesú og sem var úthellt á krossinum, er nátengdur „ástinni sem hreyfir sól-
ina og hinar stjörnurnar“37 – sem sýnir okkur að sýn Dantes var ekki helgi-
ljóð heldur fremur guðfræðilegur sannleikur? Hvernig á að túlka Anda
skírnarlaugarinnar sem engan annan en hinn eina, sanna Gjafara alls lífs,
sem gefur öllum skepnum regnskógarins líf?
Hvaðan sprettur hið illa í svo sjálfvirkum heimi og hvernig nær syndin
fótfestu? Hvernig á að útvíkka skilning á synd og náð sem ekki aðeins til-
heyri einstaklingum heldur og samfélagslegum formgerðum, ekki aðeins
hinu mannlega heldur og hinu vistræna? Hvernig á að predika frelsunina
sem lækningu og björgun alls heimsins fremur en eingöngu tengsl Guðs
og manns? Hvernig getum við hætt að fyrirlíta efnið, líkamann og kyn-
verund mannsins, breytingu og dauðleika og endurskoðað þetta allt sem
blessaðan hluta heimsins? Hvernig getum við skilið mennina sem fyrst og
fremst jarðarbúa fremur en túrista eða aðskotaverur sem eiga sitt sanna
heimili annars staðar?38 Hvernig getum við endurhannað stigveldið og
þess í stað búið til hringlaga form samfélags lífsins? Væri það unnt gætum
við skilið hvað er svo einstakt við það að vera mannlegur og jafnframt stað-
fest djúpstæðan og gagnkvæman skyldleika við náttúruna. Hvernig getum
við séð kirkjuna fyrir okkur, köllun hennar og uppbyggingu í heimi sem er
37 Dante, The Divine Comedy, canto 33, lína 14, þýðandi Dorothy Sayers og Barbara
Reynolds, Harmondsworth, England: Penguin Books, 1962.
38 Sjá Sallie McFague, The Body of God, bls. 110.
ELIZABETH A. JOHNSON