Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 219
219
gefur öllu líf. Femínísk hugsun hefur þó greint hið neikvæða samband
milli kvenna og náttúrunnar í menningunni. Í klassískri grískri og krist-
inni hugsun eru konur og náttúra tengdar efninu, kynverundinni og lík-
amlegum ástríðum, á meðan karlmenn eru tengdir andanum, athöfnum
og skynsemi. Vegna þessa hafa konur og náttúra fengið tækisgildi í þessum
heimi og eru útilokaðar frá beinni snertingu við Guð sem er líkt við yfir-
skilvitlega karllæga meðvitund hinum megin við svið þess sem verður og
þess sem hverfur. Eins og Rosemary Radford Ruether benti á fyrir mörg-
um áratugum er kvenlíkaminn elsta tákn sambandsins milli félagslegrar
undirokunar og undirokunar náttúrunnar.41
Jafnvel í menningu nútímans viðhelst það hugarfar að líta á náttúruna
sem eitthvað sem má drottna yfir – viðhorf sem nærist á afstöðunni til
undirokunar karla á konum. Við tölum um nauðgun jarðar og um ósnort-
inn skóg og sýnum þannig glöggt hvernig rányrkja náttúrunnar nærist á
ofbeldisfullri, kynferðislegri undirokun kvenna. Ósnortinn skógur merkir
að hann er ennþá ósnortinn af manninum en bíður þess verða síðar kann-
aður og notaður. Þvílík og slík málnotkun styðst við líkingar sem tengja
karllægt stigveldi yfir konum og náttúru. Hvort tveggja er ætlað til þjón-
ustu við hann en maðurinn hefur, vegna göfgi sinnar og yfirburða, skyldu
og rétt til að drottna yfir og nota hvort tveggja.
Litaðar konur og konur þriðja heimsins vinna að því að dýpka þessa
rýni. Kvennaguðfræðingurinn Delores Williams tengir ofbeldi gegn nátt-
úrunni þeirri venju að frjóvga svartar konur í þrældómi. Í hennar augum
er um tvenns konar niðurlægingu að ræða: önnur leiðir til örmögnunar
líkamans – hin til örmögnunar andans.42 Asíski guðfræðingurinn Aruna
Gnanadason lýsir tveimur hreyfingum sem konur eru í forsvari fyrir,
Chipko-hreyfingunni sem verndar staðbundnar trjátegundir á Indlandi
og grænabeltishreyfingunni sem berst fyrir endurræktun skóga í Kenía.
41 Rosemary Radford Ruether, New Woman, New Earth, sjá einnig eftir sama höfund,
Gaia and God: An Ecofeminist Theology of Earth Healing, San Francisco: Harper
SanFrancisco, 1992; Ecofeminism and the Sacred, ritstj. Carol J. Adams, New York:
Continuum, 1993 og Readings in Ecology and Feminist Theology, ritstj. Mary Heather
MacKinnon and Moni McIntyre, Kansas City: Sheed and Ward, 1995.
42 Delores Williams, „Sin, Nature, and Black Women’s Bodies“, Ecofeminism and
the Sacred, bls. 24–29, sjá einnig Shamra Shantu Riley, „Ecology Is a Sistha’s Issue
Too“, Readings in Ecology and Feminist Theology, bls. 214–229.
GLöTUN OG ENDURHEIMT SKöPUNARVERKSINS Í KRISTINNI HEFð