Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 220
220
Hún sýnir fram á hvernig konur tjá gildi síns líkamlega sjálfs í þessu
ferli.43 Á öllum meginlöndum jarðar í dag vex líkamlegu, sálrænu og and-
legu sjálfsöryggi kvenna fiskur um hrygg og er kraftmikið andóf gegn
vistrænu hruni, jafnvel þótt það mæti mikilli mótspyrnu. Í stuttu máli sagt:
kynjahyggja hefur einnig vistfræðilegt andlit. Hinar skelfilegu afleiðingar
rányrkju jarðar er ekki hægt að höndla fyrr en horfst hefur verið í augu við
karlveldið í heild sinni. Ef afturhvarf til jarðar á að bera árangur verður
að höggva á hnút kvenfjandsamlegra fordóma og færa sig frá heimsmynd
karllægs stigveldis yfir til heildrænnar heimsmyndar, til samfélags gagn-
kvæmra tengsla.
Ályktanir
Í næstum 15 aldir skynjuðu forfeður okkar, frá fornöld og fram á miðaldir,
í kenningum jafnt sem siðferðilegri íhugun, gagnkvæmt tengsl manns og
Guðs í hinum náttúrulega heimi. Af ýmsum ástæðum gerðist guðfræðin
síðar mjög mannmiðlæg. Nú á dögum, undir þrýstingi frá ógninni sem
steðjar að jörðinni, er svo komið að við erum sú kynslóð sem fær það verk-
efni að endurheimta jörðina. Við erum stödd í algerlega nýju vistrænu
samhengi og verðum í framhaldi af því að endurhugsa sköpunarverkið
sem hluta af sýn og umfjöllunarefni kristinnar hefðar. Hver svo sem undir-
fræðigrein okkar er verðum við að þróa trúarlegar hugsanir og siðfræðileg-
ar athafnir sem hafa til að bera skiljanlega og vel skilgreinda vistfræðilega
vídd. Með þessu er ég ekki að segja að allt sem við þurfum sé endurnýjun
sköpunarguðfræðinnar, þótt brýn þörf sé reyndar á henni. Það sem þarf
að gerast er að veruleiki og velferð heimsins verði sjálft samhengið og sú
alltumfaðmandi sýn sem við göngum út frá þegar við nálgumst öll umfjöll-
unarefni okkar, um leið og sköpunarverkið þarf að verða raunverulegur
lagsbróðir í guðfræðilegri túlkun og siðfræðilegt umfjöllunarefni.
Mikil vinna bíður okkar. Við verðum að endurmeta á hvern hátt allur
heimurinn er heilagur, fjörgaður af orku anda Skaparans sem er nálægur
sem hreyfiafl allrar sköpunar. Andinn stuðlar að endurlausn bæði fölnandi
vínviða og gleðigjafa sem misst hafa gleði sína. Þetta merkir að nálægð
andans gildir fyrir allar tegundir. Við verðum að gera okkur grein fyrir því
að eyðileggingu þessa kraftmikla, flókna náttúrulega heims má líkja við
43 Aruna Gnanadason, „Towards a Feminist Eco-Theology for India“, A Reader in
Feminist Theology, ritstj. Prasanna Kumari, Madras, Indland: Gurukul Lutheran
Theologial College and Research Institute, 1993, bls. 95–105.
ELIZABETH A. JOHNSON