Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 6
6
DAISY NEIJMANN OG GUNNÞÓRUNN GUðMUNDSDÓTTIR
á þeim teknar til endurskoðunar. Franski sagnfræðingurinn Pierre Nora
hefur sérstaklega látið til sín taka í þessu samhengi, en í fjölbindaverk-
inu sem hann ritstýrði, Les lieux de mémoire, endurtúlkar hann kenningar
Halbwachs um sameiginlegt minni og festir í sessi hugmyndina um „minn-
ingastaði“ eða „minningasvið“ sem hafa tekið við af lifandi samfélagsminn-
ingum (fr. milieux de mémoire) síðan nútíminn skall á. Þessir minnisstaðir
byggjast ekki á raunverulegum minningum heldur tilbúnum og áhuganum
á að minnast einhvers sem er tengt ákveðnum stað.9 Kenningar Nora hafa
þó ekki verið óumdeildar, eins og t.d skrif Jays Winter sýna.10
Þetta hefti Ritsins hefur að markmiði að varpa ljósi á hlutverk minnis og
gleymsku á mismunandi sviðum, og þær aðferðir sem notaðar eru í minnis-
fræðum, ekki síst á íslenskum vettvangi.11 Marion Lerner er þar fyrst.
Í grein sinni beitir hún kenningum hjónanna Jans og Aleidu Assmann um
menningarlegt minni til að kanna vörður og ferðalýsingar sem minnis-
merki og hlutverk þeirra í minnismenningu Íslendinga. Assmann-hjónin
hafi verið brautryðjendur í minnisrannsóknum og er fengur að því að fá
umfjöllun um þeirra kenningar hér.
Umræða um félagslegt minni er nokkuð áberandi í þessu hefti. Þar
ríður á vaðið Róbert H. Haraldsson, en hann veltir fyrir sér kenningum
um félagslegt minni og áhrif þess á hugmyndir okkar um falsaðar minn-
ingar. Tráma einkennir að vissu leyti 20. öldina, en það er í kjölfar við-
urkenningar á áfallastreituröskun á níunda áratugnum að trámafræði og
félagslegar umræður um tráma láta verulega að sér kveða. Trámatískar
minningar eru ólíkar öðrum minningum: tráma truflar minnið, og þar
með sjálfsmynd okkar – og á það ekki bara við um einstaklinga, heldur líka
um samfélagshópa og jafnvel þjóðir. Í grein Róberts koma fram vangavelt-
ur um flókið samband félagslegs og einstaklingsminnis, og áhrif samfélags
á minningar okkar, í sambandi við trámatíska atburði. Irma Erlingsdóttir
er einnig á slóð trámatískra atburða og úrvinnslu þeirra, þar sem hún
skoðar hvernig við meðhöndlum ranglæti og hörmungar úr fortíð með því
að kanna hlutverk fyrirgefningarinnar í leikriti eftir franska fræðimanninn
9 Pierre Nora, „General Introduction“, þýð. Richard C. Holbrook, Rethinking
France: Les lieux de mémoire, ritstj. Pierre Nora, 1. b.: The State, þýð. Mary Trouille,
Chicago og London: University of Chicago Press, 2001, bls. vii-xii.
10 Sjá t.d. Jay Winter, Sites of Memory, Sites of Mourning, Cambridge: Cambridge
University Press, 1995.
11 Heftið er hluti af rannsóknarverkefni gestaritstjóranna, Minni og gleymska: Rof,
eyður og sjálfsmynd þjóðar, sem styrkt hefur verið af EDDU-Öndvegissetri og
Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.