Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 172

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 172
172 legri geymd (eða í munnlegu minni (e. oral memory)) verður kveikjan að upp- setningu minnismerkis en minnismerkið verður ekki kveikjan að sögunni. Eins og Marion Lerner bendir á í grein í þessu hefti geta minnismerki, en þar undir má að mínum dómi flokka grjótvörður sem hlaðnar eru á slysstað, verið flutningsleið úr samskiptaminni yfir í menningarlegt minni, sem eru hugtök frá Jan og Aleidu Assmann.26 Hver kynslóð geymir sínar minn- ingar og oft rísa minnismerki líkt og viðbragð við þeirri staðreynd að enginn man lengur tiltekinn atburð frá fyrstu hendi. Tilgangur minnismerkisins er þá að varðveita sögur sem eru að hverfa úr samskiptaminninu, en samkvæmt Jan Assmann er tími samskiptaminnis áttatíu til hundrað ár. Mörg íslensk dæmi mætti taka um minnismerki sem reist eru í um það bil hundrað árum eftir atburð. Þannig segir Grétar Jón Guðmundsson sem hafði forgöngu um að reist var minnismerki í Selárdal 2004 um átján sjómenn úr Ketildalahreppi sem fórust í aftakaveðri 20. september árið 1900: „Aðdragandinn að þessu er sá að ég fór á stúfana og ræddi við nokkra menn, hvort við ættum ekki að gera eitthvað svo þessi atburður gleymdist ekki.“27 Hér gefst ekki svigrúm til að fara vítt um lendur sameiginlegra minninga (e. collective memories). Skorinort skilgreining Ingu Adriansen kemur því að góðum notum: „Þegar einstaklingar túlka fortíðina með sama hætti verður til minningasamfélag.“28 Eins og Matthew Allen og Steven Brown hafa bent á geta minnismerki komið að góðum notum við að nálgast og greina minnisferli hópa og samfélaga.29 Eitt megineinkenni minnismerkja um samfélagsleg áföll er að þau verða miðpunktur minningarathafna. Dæmi um slíka athöfn er minn- ingarstund sem haldin var á Patreksfirði 22. janúar 2013. Þá komu bæjarbúar saman við minnismerki um krapaflóðin sem fallið höfðu þrjátíu árum áður. Slíkar athafnir eru ekki allar jafn skipulagðar og ljóst að þeir sem taka þátt eiga ólíkar minningar, sumir eru gestkomandi, aðrir voru ef til vill ekki fæddir þegar atburðirnir áttu sér stað, enn aðrir misstu náinn ástvin. Kenningar um sameiginlegt minni byggja hins vegar á því að með endurtekningu athafna festist ákveðnar hefðir í sessi. Paul Connerton hefur sagt: „Ef það er eitthvað til sem heitir félagslegt minni [e. social memory] [...] er líklegt að við finnum það í minningarathöfnum.“30 Það sem festir þessar minningarathafnir í sessi, 26 Marion Lerner fer vel yfir þessi hugtök í grein sinni „Staðir og menningarlegt minni: Um ferðalýsingar og vörður“, sem finna má í þýðingu Benedikts Hjart- arsonar á bls. 9–28 í þessu hefti Ritsins. 27 Sjá „Minnismerki afhjúpað í Selárdal á laugardaginn“, frétt birt á www.arnfirdingur. is 16. september 2004, (leturbreytingar mínar). 28 „Når mennesker har samme fortolkning af fortiden, udgør de et erindringsfælles- skab“, sjá Inga Adriansen, Erindringssteder i Danmark, bls. 21. 29 Matthew J. Allen og Steven D. Brown, „Embodiment and living memorials: The affective labour of remembering the 2005 London bombings“, Memory Studies 4/2011, bls. 312–327, hér bls. 313. 30 Paul Connerton, How Societies Remember, Cambridge: Cambridge University Press, 2004, bls. 4. KetiLL KRistinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.