Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 166
166
Eyrnamörk gleymskunnar
Nokkur orð um minnismerki
Samband minnismerkja og gleymsku er gagnkvæmt:
vá gleymskunnar elur af sér minnismerki og minnis-
merkin ala af sér gleymsku.
Paul Connerton
Segja má að minnismerkjamenning á Vesturlöndum hafi gerbreyst í kjölfar
beggja heimsstyrjalda.1 Minnismerki um samfélagsleg áföll voru fremur sjald-
gæf sjón allt þar til um og eftir 1918. Lengi hafði tíðkast að reisa heiðursstytt-
ur og minnast stríðssigra, en fallinna þegna úr röðum almennings var sjaldnast
minnst opinberlega, ef frá eru talin minningarmörk í kirkjugörðum. Eftir fyrri
heimsstyrjöld varð breyting á, ekki síst vegna „grafar óþekkta hermannsins“ (e.
tomb of the unknown soldier), þess konar minnismerki var komið upp í London
og París fljótlega eftir að stríðinu lauk. Þessi siður náði fljótt hylli almennings,
svo mikilli raunar að árið 1930 var slíkt minnismerki að finna í flestum þeirra
landa sem tekið höfðu þátt í stríðinu.2 Gröf óþekkta hermannsins markaði
þannig þáttaskil þegar kom að því að minnast óbreyttra hermanna opinberlega
og var teikn um breytta minnismerkjamenningu. Þennan sið má, að minnsta
kosti í tíma, setja í beint samhengi við „leiði óþekktra sjómanna“ hér á landi. Í
Fossvogskirkjugarði var leiði hins óþekkta sjómanns komið upp árið 1933 og
á þessu sama leiði var síðan reistur minnisvarði undir lok árs 1938. Hérlendis
voru það ekki hermenn sem létu lífið á vígvellinum sem urðu hvatinn að nýrri
tegund minnismerkja, heldur íslenskir sjómenn sem hurfu í greipar Ægis.
Nokkur áhugaverð dæmi úr blöðum og tímaritum sýna að þeir sem börðust
fyrir því að Íslendingar reistu sjómönnum sínum minnismerki voru fyllilega
meðvitaðir um hermannaminnismerki annarra þjóða. Eftirfarandi tilvitnun er
úr greininni „Hermenn vorir“ sem birtist í vikublaðinu Víði 1938:
1 Þetta greinarkorn, ásamt myndaþætti sem hér fer á eftir, er vísir að stærra verki
sem höfundur vinnur nú að og snýr að minnismerkjum á Íslandi. Verkefnið er
hluti af rannsókn Daisy Neijmann og Gunnþórunnar Guðmundsdóttur, „Minni
og gleymska: Rof, eyður og sjálfsmynd þjóðar“, sem er styrkt af Rannsóknasjóði
Háskóla Íslands. Þeim eru jafnframt færðar bestu þakkir fyrir gagnlegar ábendingar
er vörðuðu samsetning þennan.
2 Jenny Edkins, Trauma and the Memory of Politics, Cambridge: Cambridge University
Press, 2003, bls. 98.