Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 71

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 71
71 gert. Af þessari ástæðu er afsökun ófullnægjandi. Máttur afsökunar veltur á þeim samfélagstengslum sem hún dregur fram og hún á sér einungis stað með þátttöku beggja aðila.51 Fyrirgefningin verður að vera ófyrirsjáanleg. Það er eina leiðin fyrir þolendur til þess að halda í það vald að veita eða hafna fyrirgefningu. Hér verður að hafa í huga það sem Derrida „dreymdi um“ og sá sem hreinasta form fyrirgefningar – fyrirgefning án valds, „óskilyrt en án fullveldis“. Í Sviknu borginni sleppir móðirin afsökuninni og snýr sér strax að fyrir- gefningunni. Færa má rök fyrir því að móðirin færi sig á milli „boðorða“ Derrida hvað varðar hina skilyrtu og óskilyrtu sátt.52 Annars vegar gefur hún í skyn að verði gengið að kröfum hennar muni gjörningurinn leiða til fyrirgefningar, náðunar og sátta. Hins vegar tilkynnir hún að hún kæri sig ekki um helgijátningu illgjörðamannsins sem kæmi á undan fyrirgefning- unni. Þessi afstaða bendir til þess að hún sé óviljug til að fyrirgefa glæpinn sjálfan vegna þess að hann er ófyrirgefanlegur í hryllingi sínum og vegna þess að innræti sakborninganna hefði breyst til betri vegar. Móðirin biður um það eitt að hinir seku biðjist fyrirgefningar og lofar þá að hætta bar- áttu sinni. Með því að tjá sig ekki ítarlega um réttarhöldin sjálf viðheldur hún „merkingarvaldi“ sínu eða „merkingarlegri rödd sinni og virðingu“ – algerum rétti til að tjá sig (eða tjá sig ekki) og bera vitnisburð. Þegar upp er staðið er fyrirgefningin alltof mikilvæg og tilvistarleg til að verða að póli- tískum helgileik. Rök Ayres um að fyrirgefning sé eina lausnin sem boðin er í Sviknu borginni eru þar af leiðandi ekki tæk. Það er t.d. ekkert sem bendir til þess að Cixous hugnist hugmyndir Aþenu um náðun. Þvert á móti ræðst hún á spillingu þess kerfis sem var komið á fót til að útiloka hefndina, en getur ekki komið á réttlæti. Móðirin fullyrðir að henni sé sama um hvort lækn- arnir deyi úr skömm, það komi a.m.k. í veg fyrir að þeir fái uppreisn æru (69). Viðbrögð læknanna við tilboði hennar um fyrirgefningu eru lýsandi að þessu leyti. Þeir hafna beiðninni vegna þess að þeir óttast að fyrirgefn- ingin verði túlkuð sem viðurkenning á sekt og leiði til refsingar: Brackmann: Við mælum þetta orð: aldrei! Marguerre: Er nokkur hér í salnum sem er nógu heimskur til að bíta á agnið? 51 Martha Minow, Between Vengeance and Forgiveness: Facing History after Genocide and Mass Violence, bls. 114. 52 Jacques Derrida, „Le siècle et le pardon“. AF SVIðI FYRIRGEFNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.