Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 205
205
Ú T D R Á T T U R
Er heimspekin kvenfjandsamleg?
Vegna lágs hlutfalls kvenna sker heimspekin sig úr hópi hugvísindagreina. Af þessum
sökum hefur því stundum verið haldið fram að heimspekin sé kvenfjandsamleg. Slík
staðhæfing getur þýtt ýmislegt, til dæmis að eitthvað við samfélag heimspekinga hafi
fælandi áhrif á konur, að heimspekingar séu öðrum líklegri til að vera konum fjand-
samlegir, að þær aðferðir sem notaðar eru í heimspeki henti síður konum en körlum
eða að heimspekin sem fræðigrein sé hreinlega í eðli sínu kvenfjandsamleg. Hér er
skoðað að hvaða leyti heimspekin geti verið kvenfjandsamleg, fyrst og fremst með
það fyrir augum að grafast fyrir um orsakir hins lága hlutfalls kvenna í heimspeki í
því skyni að finna leiðir til úrbóta. Því er hafnað að heimspeki sé í eðli sínu kven-
fjandsamleg en tilgreindir eru ýmsir samverkandi áhrifaþættir sem geta fælt konur
frá heimspekiiðkun eða gert þeim erfitt fyrir við að fóta sig innan greinarinnar.
Lykilorð: heimspeki, konur, kvenfjandsemi, aðferðafræði, jafnrétti
A B S T R A C T
Is Philosophy Misogynistic?
Philosophy deviates from other humanistic disciplines by its low proportion of
women. Because of this, philosophy has sometimes been claimed to be misogynistic.
Such a proposition can mean various things: for example that something about the
philosophical community has a deterring effect on women, that philosophers are
disproportionately liable to act in misogynistic ways, that the methods of philos-
ophy are less suitable for women than for men, or that philosophy as a discipline
is inherently misogynistic. In this paper, I consider in what ways philosophy can
be considered misogynistic, mainly with the aim of finding the sources of the low
numbers of women in philosophy in hope of finding ways to alleviate the problem.
I reject the idea that philosophy is inherently misogynistic but mention several
factors that contribute to deterring women from practicing philosophy and make it
difficult for them to get their bearings within the field.
Keywords: philosophy, women, misogyny, methodology, equal rights
ER HEIMSPEKIN KVENFJANDSAMLEG?