Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 25
25
hinstu hvílu.“43 Annars staðar skrifar hann: „Inn í þennan mikla sal varpar
tunglið geislum eins og inn á óendanlega stórt leiksvið, þar sem einn stór-
fenglegasti og fegursti hluti öræfanna íslensku eru leiktjöldin. En um leik-
sviðið reika ósýnilegir þöglir svipir úr sögum og sögnum liðinna tíma.“44
Í þessari og öðrum skyldum lýsingum eru staðirnir sveipaðir vissri
helgi. Við þá loðir eitthvað sem ekki verður fært í orð og þeir eru greini-
lega hafnir yfir hversdaginn, ekki aðeins vegna fjarlægðar þeirra heldur
einnig vegna fjarveru allrar mannlegrar iðju. Á stöðunum er þó ekkert sem
bersýnilega vísar til sögu, þeir eru svo að segja „tómir“. Engar vörður eða
minnismerki hafa verið reist, sem hægt væri að festa sjónir á og myndu
merkja staðinn. Fjarlægð þeirra frá hversdeginum samsvarar fjarlægð sög-
unnar eða geymdarinnar. Staðirnir vekja með okkur þann hroll sem við
finnum til þegar við teljum okkur muna eitthvað fjarlægt eða liðið, sem
ekki tengist beinlínis okkar eigin lífi. Þessi fjarlægi hrollur er dæmigerður
fyrir staði minningarinnar (þ. Erinnerungsorte). Fyrir höfundum ferðalýs-
inganna vakir einmitt að gera þessa fjarlægð nærtæka, að laða nálægðina
fram úr hinu fjarlæga, brúa þannig bilið við fortíðina og gera samsömun
mögulega. Þessa tengingu fjarlægðar og nálægðar má skilgreina sem áru.
Eins og kunnugt er lýsti Walter Benjamin árunni, í ritgerð sinni um lista-
verkið á tímum fjöldaframleiðslu þess, sem „sýn í fjarska, hversu nálægt
sem það sem horft er á kann að vera“.45 Aleida Assmann lýsir stöðum
sem búa yfir þessari sérstæðu tengingu nálægðar og fjarlægðar sem áru-
kenndum stöðum. Hún snýr sjónarhorninu aftur á móti við og segir, með
sambærilegum hætti og Benjamin, að minnisstaðir (þ. Gedächtnisorte) gefi
færi á „skynjun nálægðar, hversu fjarlæg sem hún kann að vera“:
Samkvæmt Benjamin felur reynsla árunnar einmitt ekki í sér milli-
liðaleysi sem færir hlutina nær, heldur þvert á móti fjarlægð og þögn.
Það sem maður taldi sér trú um að væri nálægt birtist skyndilega í
öðru ljósi, sem dregur það frá okkur og setur í hvarf. Helgin sem
býr í árunni átti, að mati Benjamins, ekki uppruna sinn í tilfinningu
nálægðar, heldur kennd fjarlægðar og annarleika. Í þessum skilningi
gefur árukenndur staður ekki fyrirheit um milliliðaleysi, hér er öllu
43 Sama rit, bls. 16.
44 Sama rit, bls. 17.
45 Walter Benjamin. „Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar“, þýð. Árni
Óskarsson og Örnólfur Thorsson, Fagurfræði og miðlun: Úrval greina og bókakafla,
ritstj. Ástráður Eysteinsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, Bókmenntafræðistofnun
Háskóla Íslands, 2008, bls. 549–587, hér bls. 555.
STAðIR OG MENNINGARLEGT MINNI