Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 160
160
1136 fyrir herramennina Robert af Gloucester (d. 1147) og Waleran de
Beaumont (1104–1166) eftir keltneskum munnmælum og öðrum heimild-
um. Þar rekur höfundur ættir Bretakonunga til Brútusar frá Trójuborg, og
sver saga hans sig að nokkru í ætt við sögur um Ynglinga og Skjöldunga,
þar sem lærdómsbragur er á meðferð arfsagna. Hauksbók er elsta varðveitta
handritið þar sem Breta sögur er að finna en inn í þær er skotið kvæðinu
Merlínusspá sem er frá upphafi 13. aldar.56 Breta sögur fylgja Trójumanna
sögu í öllum íslenskum handritum þar sem þær er að finna.57 Við lok Breta
sagna í Hauksbók er sögunni vikið að sögu Norðurlanda og Haraldur hár-
fagri nefndur sérstaklega. Þannig tengjast þær fornaldarsagnaefninu sem
er að finna í Hauksbók en einnig Landnámu þar sem Haraldur kemur mjög
við sögu.
Veraldarsaga Hauks Erlendssonar er þannig beintengd við sögu Íslands
og Norðurlanda en upphafspunktur hennar er annar en í þeim verald-
arsöguritum sem hér hefur áður verið lýst, þar sem Haukur hefur ekki í
handriti sínu nein þau veraldarsögurit sem finna má í AM 226 fol. Þess
í stað hefst frásögnin á inngangi að Trójumanna sögu sem einungis er að
finna í Hauksbók. Þar er fjallað um grísk-rómverska guði eins og Satúrnus
og Júpíter (sem eru einnig kallaðir Freyr og Þór) og endursagðar nokkrar
sögur af þeim. Þær eru túlkaðar í þeim anda sem algengur var á miðöld-
um, þ.e. guðunum er lýst sem merkum konungum sem hafi verið teknir
ranglega í guðatölu, en eigi að síður virðist máttur þeirra allmikill eins og
þeim er lýst í sögunni.58
Annars staðar í Hauksbók kemur fram að saga Trójumanna hefur ekki
sama gildi og þau sagnarit sem er að finna í Stjórn. Þar segir að
Móses tók það ráð fyrstur að skrifa á bókum atburð tíðinda þeirra er
verið hafa fyrr í heiminum og um það er guð skóp þenna heim … en þau
tíðindi er eigi fylgir nytsemi, og er þó fróðleikur í og gaman að vita, þá
56 Sjá t.d. Sveinbjörn Rafnsson, „Merlínusspá og Völuspá í sögulegu samhengi“,
Skírnir 173 (1999), bls. 377–419.
57 Sjá Stefanie Würth, Der “Antikenroman“ in der isländischen Literatur des Mittelalter:
eine Untersuchung zur Übersetzung und Rezeption lateinischer Literatur im Norden.
Beitrage zur nordischen Philologie, 26, Basel: Helbing & Lichtenhahn, 1998,
bls. 91.
58 Sjá nánar Ármann Jakobsson, „‘Er Saturnús er kallaðr en vér köllum Frey’: The
Roman Spring of the Old Norse Gods“, Between Paganism and Christianity in
the North, ritstj. Leszek P. Słupecki og Jakub Morawiec, Rzeszów: Wydawnictwo
Uniwersytetu Rzeszowskiego, 2009, bls. 158–164.
sVeRRiR JaKobsson