Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 40

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 40
40 hvernig líta má á minningar sem félagslega afurð alveg ofan í kjölinn. Heildarhyggjan gefur okkur þannig frumspekilegar forsendur til að hugsa um minningar sem félagslegan tilbúning. Er heildarhyggja trúverðug afstaða? Er ekki farið of fljótt yfir sögu hér og er sigurinn ekki helst til of auðveldur, of frumspekilegur? Og sannar heildarhyggjan ekki of mikið ef það flýtur af henni að tveir menn geti ekki haft sömu minningar, og, ef út í það er farið, að einn maður geti ekki haft sömu minninguna á tveimur ólíkum tímum lífs síns? Það vantar kjöt á beinið. Úr því leitast frásagnarsjálfsrökin við að bæta. Hingað til höfum við ekki hugað mikið að því hvers vegna einstaklingar rifja upp æviminningar sínar utan þess sem vitnað var til orða Schmidts um mikilvægi þess að búa til heilsteypta sögu sem áheyrendur samþykkja. Gunnþórunn og Jón lögðu einnig áherslu á mikilvægi áheyrenda. Frásagnarsjálfsrökin leggja á hinn bóginn áherslu á mikilvægi sjálfssköpunar eða sköpun sjálfsmyndar (e. construction of identity) við skilning á eðli minninga. Það er hér sem minn- ingar og frásögn falla saman. Markmið upprifjunar, og frásagnar, er ekki hlutlæg lýsing á því „Hvað Raunverulega Gerðist“,38 svo vitnað sé til orða Freemans, heldur að skapa sjálfsmynd og sérstöðu þess sem rifjar upp. Hér er ekki bara um það að ræða að frásögnin liti og hafi áhrif á fyrirfram- gefið sjálf einstaklings. Hugmyndin er sú að ekki sé til neitt upprunalegt sjálf óháð upprifjuninni/frásögninni, og því sé ekki hægt að bera frásögn af sjálfinu saman við upprunalegt ástand sjálfsins til að skera úr um sann- gildi frásagnarinnar. Sjálfið verður til við upprifjun og frásögn. Þessi rök eru sterkari en heildarhyggjurökin að því leyti að þau byggjast á ákveðinni efnislegri (e. substantive) hugmynd um eðli sjálfsins sem heimspekingar hafa fært ýmis rök fyrir a.m.k. frá tímum Davids Hume. „Sú hugmynd að hið óáþreifanlega fyrirbæri sem við köllum „sjálf“ sé tilbúningur er ekki sérlega ný af nálinni“, skrifar Freeman, „Hume skrifaði um þetta, einnig Nietzsche, Skinner og fjöldi annarra að auki.“39 Samkvæmt frásagnar- sjálfsrökunum er það sem við búum til þegar við rifjum upp – sjálfið – í grunninn ekki annað en skáldskapur.40 38 Mark Freeman, „Telling Stories“, bls. 271. 39 Mark Freeman, Rewriting the Self, bls. 11. 40 Ég legg ekki mat á þessi rök hér en vil benda á mikilvægi sannleika við sköp- un frásagnarsjálfs (e. narrative self). Sjá Steve Matthews og Jeanette Kennett, „Truth, Lies, and the Narrative Self“, American Philosophical Quarterly 49/2012, bls. 301–315. Um höfunda sem rætt hafa um það hvernig frásögnin skapar sjálfs- mynd okkar (e. narrative identity) má nefna Paul Ricoeur, Antonio Damasio og Paul John Eakin. RóbeRt H. HaRaLdsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.