Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 170
170
í gegn meðal almennings.16 Sem dæmi má nefna að í dagblöðum í Ástralíu
birtist ein tilkynning um vegkanta-minnismerki allt árið 1986 en að meðaltali
ein á dag árið 2003.17 Á meðal helstu einkenna skammtíma-minnismerkja
mætti nefna að þau eru ekki formleg, virkni þeirra er mest strax í upphafi en
síðan fjarar yfirleitt hratt undan, þau eru reist af almenningi og ná í flestum
tilfellum út fyrir hóp nánustu aðstandenda. Algengast er að minnismerki sem
þessi samanstandi af blómum, kertum, böngsum og öðrum smámunum og er
þeim þráfaldlega lýst í fjölmiðlum sem „blómahafi“.18 Minnismerki á borð við
þessi eru eitt skýrasta dæmið um minnismerkja-maníu og segja má að atburðir
eins og dauði Díönu prinsessu 1997 hafi breytt miklu þar um.19 Fárið í kjölfar
skyndilegs fráfalls Díönu kom ekki síst fram í gríðarlegri þörf almennings
fyrir að tjá sorg sína opinberlega. Slysstaðurinn í París var undirlagður og
talið er að 15.000 tonn af blómum og ýmsum smáhlutum hafi verið skilin eftir
við hallir Lundúna.20 Á Íslandi lögðu margir leið sína í breska sendiráðið og
skildu þar eftir hundruð blómvanda, skilaboða og annarra muna. Jack Santino
vill nefna þetta nýtilkomna fyrirbæri í minnismerkjamenningu sjálfsprottin
helgiskrín (e. spontaneous shrines) en samkvæmt Santino hafa minnismerki sem
þessi alltaf yfirskilvitlegar skírskotanir, eru eins konar hlið að handanheimum.
Santino bendir á að almenningur virðist umgangast helgiskrínin eins og þau
komi á sambandi milli lifenda og dauðra og nefnir í því samhengi skilaboð
16 Erika Doss, Memorial Mania, bls. 77–79.
17 Sjá Peter Jan Margry og Cristina Sánchez-Carretero, „Rethinking Memorializa-
tion: The Concept of Grassroots Memorials”, Grassroots Memorials, New York:
Berghahn Books, 2011, bls. 1–48, hér bls. 7. Margry og Sánchez-Carretero eru
ritstjórar bókarinnar Grassroots Memorials og er inngangur þeirra góð kynning á
skammtíma-minnismerkjum almennt. Samkvæmt ritstjórunum er pólitísk virkni
eitt helsta einkenni minnismerkja sem þessara og vilja þau því tala um „grasrót-
ar-minnismerki“. Dæmi um íslenskt grasrótar-minnismerki eru krossarnir við
Kögunarhól í Ölfusi. Hannes Kristmundsson sem hafði forgöngu að uppsetningu
krossanna sagði í viðtali við Morgunblaðið 11. nóvember 2006: „Núna vil ég sjá
tvöföldun og lýsingu [á Suðurlandsvegi] verða að veruleika [...] Það er okkar von
að krossarnir veki ráðamenn og allan almenning til umhugsunar.“ Minnismerkið
er reist til að þrýsta á um breytingar og hefur þar með fyrst og fremst pólitíska
virkni.
18 Í Fréttablaðinu 28. júlí 2011 stendur til mynda að blómasalar í Ósló hafi orðið „uppi-
skroppa með rósir“ og að „heilu göturnar í borginni eru eitt stórt blómahaf“.
19 Á meðal annarra atburða sem hafa sýnt sívaxandi þörf almennings fyrir að reisa
skammtíma-minnismerki má nefna skotárásir í skólum, sprengingarnar á Balí 2002,
í Madríd 2004 og í London 2005 sem og fjöldamorðin í Noregi 2011. Að ógleymd-
um ellefta september sem varð heilagur haustið 2001 og olli minnismerkjasprengju,
auk þess að vera sjálfur orðinn varanlegt minnismerki á dagatalinu.
20 Erika Doss, Memorial Mania, bls. 69.
KetiLL KRistinsson