Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 104
104
líkamstjáningu og stofnanabundnum athöfnum, sem og í gegnum rými
eða staði sem á táknrænan hátt skapa tengsl milli fortíðar og nútíðar.15
Hér er mikilvægt að undirstrika að félagslegt minni felur ekki eingöngu
í sér að muna eftir einhverju, heldur einnig það sem hefur gleymst.16
Mannfræðingurinn Andrea Smith vekur athygli á því að túlkun fortíð-
arinnar er einn mikilvægasti þátturinn í því að skapa félagslega skilgreinda
hópa og sem slíkt er félagslegt minni þversagnakennt í eðli sínu vegna þess
að samfélög eru samsett úr ólíkum hópum sem skarast á margs konar hátt
og þannig verður túlkun á fortíðinni oft vettvangur átaka í samfélaginu.17
Nota má útfærslu Rosalind Shaw á hugmyndum franska fræðimanns-
ins Pierres Bourdieu um veruhátt (lat. habitus) til að undirstrika hvernig
minni verður samofið sjálfsmynd einstaklinga á djúpan og ómeðvitaðan
hátt. Hugtakið veruháttur, eins og Shaw fjallar um, hefur verið gagnrýnt
fyrir að fela í sér hring endurtekninga þar sem ekki er gert ráð fyrir breyt-
ingum. Shaw bendir á að Bourdieu fjalli um virka nálægð fortíðarinnar
í sköpun veruháttar og því megi líta svo á að veruháttur endurskapi sig
í sífellu undir áhrifum sögunnar.18 Bourdieu leggur áherslu á það sem
hann kallar embodiment of history sem vísar til þess hvernig ákveðnir sögu-
legir viðburðir gleymast í sjálfu sér sem slíkir, en verða engu að síður hluti
af einstaklingnum og minningum hans. Sagan verður þannig eins konar
annað eðli manneskjunnar, ósýnileg en samt virk.19 Túlkun Shaw á verkum
Bourdieus beinir sjónum að því hvernig minni verður hluti af ákveðnum
félagslega og menningarlega ofnum veruleika, jafnvel ómeðvitaður þáttur
og þannig „eðlilegur“ hluti af félagslegu umhverfi og tengslum.20 Laura
Ann Stoler leggur jafnframt áherslu á að þegar við tölum um nýlendutím-
15 Carole Crumley, „Exploring Venues of Social Memory“, Social Memory and His-
tory: Anthropological Perspectives, bls. 39–40; M.L. White, „Censorship: Threat over
Children’s Books“, The Elementary School Journal 75(1)/ 1974, bls. 2–10, hér bls.
3–4.
16 Richard Werbner, „Beyond Oblivion: Confronting Memory Crisis“, Memory and
the Postcolony, ritstj. Richard Werbner, London: Zed Books, 1998, bls. 1–17, hér
bls. 15.
17 Andrea Smith, „Heteroglossia, ‚Common sense‘, and Social Memory“, bls. 252.
18 Rosalind Shaw, Memories of the Slave Trade: Ritual and the Historical Imagination in
Sierra Leone, Chicago: University of Chicago Press, 2002, bls. 4.
19 Pierre Bourdieu, In Other Words: Essays toward Reflexive Sociology, þýð. Loic J. D.
Wacquant og Matthew Lawson, Stanford: Stanford University Press, 1990, bls.
56.
20 Rosalind Shaw, Memories of the Slave Trade: Ritual and the Historical Imagination in
Sierra Leone, bls. 4.
KRistÍn LoFtsdóttiR