Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 23
23
vörðuna. Nýtt merkingarlag hefur sem sagt bæst við. Ina von Grumbkow
gaf út lýsingu á ferð sinni árið 1909, sem aðrir höfundar, þ. á m. ljósmynd-
arar, hafa unnið úr, þýtt og endurútgefið.37
Ferðalýsingin hefur ekki aðeins ritmálið heldur einnig frásögnina fram
yfir vörðuna. Jafnvel þótt ferðalýsingin gleymist um skeið, sé ekki lesin
í nokkrar kynslóðir, er hægt að enduruppgötva hana eða „endurvekja“.
Þegar Pálmi Hannesson festi á bók þá atburði sem hann taldi vert að
minnast, skapaði hann forsendur fyrir því að lýsingarnar færðust úr hverf-
ulu samskiptaminninu yfir í hið endingarbetra, menningarlega minni.
Nánar tiltekið var hægt að koma þeim fyrir og varðveita þær í geymslu-
minni þjóðarinnar. Meira kom þó til. Þær voru stöðugt endurútgefnar og
runnu inn í aðrar lýsingar. Þær rötuðu inn á sjónarsvið Íslendinga á tímum
þegar þjóðarsjálfsmyndin var í mótun. Vinnsluminnið þrýsti þeim upp á
yfirborðið og hélt þeim þar, vegna þess að þær tókust á við viðfangsefni
sem brunnu á samtímanum. Þannig voru þær til að byrja með efniviður
í merkingarsmíð er tengdist sjálfsskilningi og sjálfslýsingum, á þann hátt
sem höfundurinn hafði túlkað þær. Um leið fólu þær þó í sér möguleika á
allt annars konar túlkunum.
Ferðalýsingin hefur ritmálið og frásögnina fram yfir vörðuna, en sér-
staða vörðunnar felst aftur á móti í tengslum hennar við staðinn. Hún
er bundin í eitt skipti fyrir öll við staðinn þar sem atburðirnir urðu og
getur breytt honum í stað endurminningar og jafnvel minningarathafna.
Ferðalýsingin getur aðeins gert þetta á óbeinan hátt, með því að lýsa stöð-
um sem síðan er hægt að leita uppi.
Staðir minningarinnar
Í Árbók Ferðafélagsins frá 1943 gáfu forsprakkar úr röðum íslensku
Farfuglahreyfingarinnar út lýsingar á tómstundaferðum sínum. Þeir tóku
sér texta lærimeistara síns og rektors að sjálfsögðu til fyrirmyndar, en þeir
sögðu frá gjörólíkum hlutum, frá skemmtun og gleði í skauti íslenskrar
náttúru og rómantískri leit sinni að ævintýrum.38
Viðfangsefni þeirra var ekki lengur lífsbarátta íslenskrar þjóðar í fjand-
samlegri náttúru, heldur hvernig mætti tileinka sér náttúruna á fagurfræði-
37 Ina von Grumbkow, Isafold. Reisebilder aus Island, Berlín: Dietrich Reimer, 1909.
38 Um Farfuglahreyfinguna sem og Ferðafélag Íslands og Fjallamenn, sjá nánar:
Marion Lerner, Landnahme-Mythos, kulturelles Gedächtnis und nationale Identität:
Isländische Reisevereine im frühen 20. Jahrhundert.
STAðIR OG MENNINGARLEGT MINNI