Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 151
151
(e. microcosmos).18 Grundvöllur tímabilaskiptingarinnar er Gamla testament-
ið þar sem fyrsti heimsaldurinn er frá upphafi heims til Nóaflóðs, annar frá
Nóaflóði til Abrahams, sá þriðji spannar sögu Gyðinga til Samúels spámanns,
sá fjórði frá Davíð konungi til herleiðingarinnar til Babýlon, sá fimmti frá
herleiðingunni til burðar Krists en ekki eru raktir viðburðir á sjötta heims-
aldrinum sem „er frá burð várs herra Iesu Christi til dómsdags“.19
Innan sérhvers heimsaldurs er getið um nokkra sögulega atburði sem
ekki tengjast sögu Gyðinga sérstaklega og eru byggðir á öðrum
heim ild um en Biblíunni. Á öðrum heimsaldri er bætt við að á þeim tíma
hafi „Svíþjóðar ríki“ hafist. „Þar réð fyrst sá sem Thaneus hét; við hann
er kennd á sú er Thanais [heitir]; hón skilr Asiam ok Eyropam.“20 Við
lok annars heimsaldurs kemur fram að þá „fannst kyngi. Sá hét Zoroastes
er það fann fyrst. Hann var konungr af Bactria. Hann hló fyrr en hann
gréti þá er hann var alinn.“21 Við lok þriðja heimsins segir að „á önd-
verðum dögum dómanda var orrusta sú er mest hefir verið í heiminum,
er Grikkir unnu borg þá, er Troia heitir. Grikkja liðs yfirkonungur hét
Agamemnon en Priamus hét Trójumanna konungr; hans synir voru þeir
Ector ok Alexandr ok Troilus ok Elenus ok Deifebus.“22 Á hinum fjórða
heimsaldri er bætt við sögu Gyðinga að „í þann tíð gerðu þeir bræðr tveir
Rómaborg, er annar hét Remus en annar Romulus“.23 Á fimmta heimsaldri
er hins vegar sagt frá konungum í Babýlon (Persakonungum), Alexander
Grikkjakonungi „er víðlendastr var ok ríkastr allra konunga í heiminum
fyrir Iulium keisara“, Egyptalandskonungum og Antiochusi konungi yfir
Antiochiu en að lokum Rómverjum frá dögum Pompeiusar Magnusar
18 Um heimsaldrafræðin, sjá nánar John Anthony Burrow, The Ages of Man: A Study
in Medieval Writing and Thought, Oxford: Clarendon Press, 1986.
19 Alfræði íslenzk I. Cod. Mbr. AM 194, 8vo, Samfund til udgivelse af gammel nor-
disk litteratur, 37, útg. Kristian Kålund, Kaupmannahöfn: Samfund til udgivelse
af gammel nordisk litteratur, 1908, bls. 45–54.
20 Alfræði íslenzk I, bls. 49. Sbr. Bedae Venerabilis Opera. Pars VI. Opera Didascalica 2:
De temporum ratione liber. Corpus Christianorum. Series latina 123B, útg. Charles
W. Jones, Turnhout: Brepols, 1977, bls. 461–495, hér bls. 469: „Scytharum regnum
dicitur exortum, ubi primum regnauit Tanaus.“ Áin Tanais er ekki nefnd hér né
heldur að hún skilji að heimsálfurnar.
21 Alfræði íslenzk I, bls. 49. Svipaðar upplýsingar má finna í Chronica Minora eftir
Isidoros frá Sevilla, sjá Monumenta Germaniae Historica Scriptores. Auctores anti-
quissimi 11, útg. Theodor Mommsen, Berlín: Weidmann, 1894, bls. 391–481, hér
bls. 431: „Hac aetate magica ars in Persida a Zoroastre rege Bactrianorum reperta
est.“
22 Alfræði íslenzk I, bls. 50–51.
23 Sama rit, bls. 51.
Hin HeiLaGa FoRtÍÐ