Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 69
69
hafi með tilvísunum í þríleik Æskílosar ekki aðeins sýnt tilfærsluna frá
„endurgjaldsréttvísi“ til „uppbyggilegrar réttvísi“ heldur einnig gætt rétt-
lætið nýrri merkingu. Ayers telur að móðirin fari fram á skilyrta fyrirgefn-
ingu sem byggi á játningu. Þar sem læknarnir neiti að játa misheppnist
athöfnin á einu sviði, en heppnist á öðru, þar sem sagan er sögð.
Ef við skoðum nánar hin víðari markmið leikritsins þá einskorðast þau
ekki við kaþarsis (til handa almennum áhorfendum, jafnt blæðurum, fjöl-
skyldum þeirra og öðrum sem létu sig málið varða), heldur setur það sér
að græða sár. Það takmarkast þannig ekki við sviðsetningu glæpsamlegra
atburða heldur mögulega afhjúpun sannleikans og fyrirgefningu. Því er þó
enn ósvarað hvernig fyrirgefningin fellur að þeim ólíku aðferðum, öðrum
en réttarfarslegum, sem beitt hefur verið til að takast á við stórfellda glæpi
og ofbeldi.44 Ayres fullyrðir að þráin eftir fyrirgefningu eða afsökun sé
áhrifamikið stef í réttarkröfum þolanda. Fyrirgefningin styrki þolendur
ekki síst vegna þess að hún veitir þeim tækifæri til að útskýra fyrir hinum
seku afleiðingar misgjörða þeirra.45 Til þess að fyrirgefningin breyti hinum
seka þarf sá sem fyrirgefur – og sá sem er fyrirgefið – að gangast við sama
frásagnarmynstri. John Reid leggur áherslu á að sá sem hafi tekið á móti
fyrirgefningu verði að geta fyrirgefið sjálfur. Þetta merkir að sá hinn sami
verður að gangast við sekt. Ef báðir þátttakendur leika hlutverk sitt getur
þetta ferli veitt hinum seka uppreisn æru og þolandanum sjálfsvirðingu
sína.46 Því fer þó fjarri að allir geti fylgt þessari forskrift. Uppgjöf saka
gerir ekki alla sakamenn að góðum manneskjum. Ef eftirsjá er forsenda
fyrirgefningar aukast líkurnar á því að hún sé fölsk.
Í Svikinni borg er stöðugt tekist á við spurninguna um hvort fyrirgefning
ætti að vera skilyrt eða skilyrðislaus. Ef læknarnir verða að sýna iðrun til
að uppfylla kvaðir móðurinnar er líklegt að fyrirgefningin verði skilyrðis-
bundin. En þar sem sá seki getur alltaf þóst iðrast eða neitað að viður kenna
sekt, eins og í leikritinu, er hætta á því að sá sem fyrirgefur glati tiltrúnni
á þau siðferðisgildi sem fyrirgefningin miðast við. Í umfjöllun Derrida
um þetta vandamál leggur hann til sáttamiðlun milli hins skilyrta og hins
óskilyrta út frá skilgreiningu sinni á hugtakinu fyrirgefningu. Hann lítur
44 Susan Ayres, „Hélène Cixous’s The Perjured City: Nonprosecution Alternatives
to Collective Violence“, bls. 15
45 Sama rit, bls. 16.
46 John R. Reed, Dickens and Thackeray: Punishment and Forgiveness, Athens: Ohio
University Press, 1995, bls. 17. Sjá einnig Martha Minow, Between Vengeance and
Forgiveness: Facing History after Genocide and Mass Violence, bls. 18.
AF SVIðI FYRIRGEFNINGAR