Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 17

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 17
17 eða endurnýist á allt að því náttúrulegan hátt. Þvert á móti verður að hlúa að geymsluminninu, leggja rækt við það og jafnvel koma því samvisku- samlega fyrir. Þessu hlutverki þjóna stofnanir á borð við söfn, skjalahirslur og bókasöfn, þar sem menningarleg þekking er varðveitt. Vísindi og listir gegna einkar mikilvægu hlutverki í þessu tilliti. Aðgreiningin í vinnsluminni og geymsluminni gefur færi á að lýsa nánar tvíþættri formgerð hins menningarlega minnis, þar sem minning og gleymska fléttast ávallt saman. Margt af því sem talið er gleymt er hugsanlega aðeins óaðgengilegt um stundarsakir, hefur aðeins þokast í bakgrunninn. Á sama hátt og einstaklingur getur skyndilega munað hluti, vegna þess að athygli hans dregst að þeim (hugsanlega ómeðvitað) við til- teknar aðstæður eða eftir krókaleiðum, getur það hent í menningarlega minninu að „vitund samtímans varpi nýju ljósi á ákveðin atriði sem komið hefur verið fyrir í geymsluminninu til varðveislu, en á hinn bóginn eru hugsanir samtímans sniðnar eftir ákveðnum þáttum sem hafa varðveist“.20 Þannig má jafnframt líta á geymsluminnið sem „forðabúr og bakgrunn dulinna minninga“ er eiga merkisstund sína að baki eða jafnvel í fram- tíðinni.21 Geymsluminnið hýsir ekki aðeins það sem hefur verið vísvitandi varðveitt, heldur má hér einnig finna ákveðnar efnisleifar fyrri tíma, sem ekki eru not fyrir lengur en eru með einhverjum hætti enn til staðar. Sé hægt að notast við mynd skjalahirslunnar til að lýsa hinni meðvituðu vist- un, þá virðist mér kjallarakompan eða flóamarkaðurinn vera hentug lýsing á öllu því sem þar safnast upp, án þess að maður viti í raun af því eða það hafi verið skipulega tekið saman. Ferðalýsingar og endurminning Menningarlegt minni samfélags þarfnast umhirðu og athygli. Þetta er einkum raunin á umbrotatímum, þegar rót kemst á sjálfsmyndir og með- limir þjóðfélagshópa sjá sig knúna til að minnast. Fyrstu áratugir 20. aldar voru án efa slíkur umbrotatími á Íslandi. Þjóðfélagið tók breytingum á nær öllum sviðum, allt frá hraðri fólksfjölgun og búseturöskun til hrað- ari borgarmyndunar, innleiðslu nútímalegra framleiðsluhátta og mikilla framfara er fylgdu nútímalegri uppbyggingu á innviðum samfélagsins og menntakerfinu, svo dæmi séu tekin, auk lýðræðisvæðingar og sjálfstæðis 20 Aleida Assmann, Der lange Schatten der Vergangenheit: Erinnerungskultur und Geschichtspolitik, München: C. H. Beck, 2006, bls. 55. 21 Sami staður. STAðIR OG MENNINGARLEGT MINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.