Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 114
114
um kynþáttafordóma eigi ekki við í tengslum við bókina. Í máli sumra
er það gert með staðhæfingum um að bókin feli ekki í sér kynþáttafor-
dóma, á meðan aðrir telja að í ljósi nútímans séu þetta kynþáttafordómar
en sú hafi ekki verið raunin þegar bókin var skrifuð og það geri bókina
einhvern veginn ekki fordómafulla í nútímanum. Einn bloggari aðskilur
bókina frá kynþáttafordómum með eftirfarandi hætti: „Las líka og söng
10 litla Negrastráka þegar ég var lítil og engum kom til hugar að tengja
það rasisma. Enda komst ég í gegn um æsku og yngri fullorðinsár án allra
fordóma í garð kynþátta.“60 Á svipaðan hátt leggur annar bloggari áherslu
á hversu fjarstæðukenndar honum finnist ásakanir um kynþáttafordóma:
„Sorry, mér finnst þetta eiginlega bara vera fyndið. Ég man að ég átti þessa
bók og ég átti líka Litla svarta Sambó, meira að segja dúkkuna líka. Ég hef
aldrei fundið fordóma gegn fólki sem hefur einhvern annan húðlit frek-
ar en hárlit.“61 Bókin er hér einnig aðskilin frá kynþáttafordómum með
því að nota eigin tilfinningar, sem eru sprottnar úr bernsku, sem viðmið.
Þessi afgerandi höfnun á að kynþáttafordóma sé að finna í bókinni og það
mat viðkomandi að áhyggjur af kynþáttafordómum séu „fyndnar“ gætu
endurspeglað hvernig kynþáttafordómar eru oft ekki viðurkenndir af hvítu
fólki.62 Pétur, einn viðmælenda í rýnihópnum sem tengdist bókabúðum,
telur að samkvæmt nútímaviðmiðum innihaldi bókin kynþáttafordóma,
sem felur að ákveðnu leyti í sér að hún hafi ekki gert það áður. Athugasemd
frá öðrum viðmælanda í viðtali endurspeglar hins vegar undrun yfir því að
litið sé á bókina á þennan hátt: „Persónulega þá til dæmis hef ég tekið
þessari bók ekki sem þessari rasísku hugsun [...] og ég vissi til dæmis ekki
að að sko nigg... niggari væri eitthvað voðalega neikvætt orð, bara fyrr en
þessi umræða kom upp.“
Pétur, sem minnst var á fyrr, bendir þó einnig á að um sé að ræða gamla
bók með sérstaka stöðu í íslenskum bókmenntum og leggur þannig áherslu
á að fyrir þá sem blönduðu sér í umræðuna snerist málið ekki eingöngu um
hvort bókin innihaldi kynþáttafordóma eða ekki. Þessi athugasemd dregur
60 Helga, „Mikið get ég ...“, 26. október 2007, athugasemd við bloggfærsluna „Hvað
þá með blámann?“, 26. október, 2007, sótt 8. nóvember 2007 af http://auto.blog.
is/blog/auto/entry/348453/.
61 Ragnhildur, „Sorry, mér finnst þetta eiginlega…“, 23. október 2007, athugasemd
við bloggfærsluna „10 litlir negrastrákar“, 23. október 2007, sótt 11. nóvember
2007 af http://fridaeyland.blog.is/blog/fridaeyland/entry/345575/.
62 Thomas K. Nakayama og Robert L. Krizek, „Whiteness: A Strategic Rhetoric“,
Quarterly Journal of Speech 3/1995, bls. 291–309.
KRistÍn LoFtsdóttiR