Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 157
157
fornfræga sögu. Litið var á Biblíuna og önnur trúarrit sem eins konar
alfræðirit. Í kristnum bókmenntum áttu menn að finna allan þann fróðleik
sem máli skipti um heiminn, en um leið hjálpaði öll kunnátta mönnum til
að skilja ritin.47
Fyrst og fremst voru testamentin og önnur trúarrit þó skilgreind sem
sögulegar heimildir. Trúarbókmenntir norrænna manna eru undir sterk-
um áhrifum frá heilögum Ágústínusi, en einnig frá Hugo frá St. Victor
og samstarfsmönnum hans og þó einkum Petrusi Comestor sem samdi
Historia scholastica, eins og áður er nefnt. Það sem sameinar þessa lærdóms-
menn er hinn bókstaflegi skilningur á Biblíunni. Vissulega mátti túlka
atburði hennar með andlegum hætti, en jarðneskur skilningur varð að
koma á undan. Biblían er ekki einungis innblásinn boðskapur, heldur
sagnarit og fræðslurit um heiminn. Fyrir norræna menn var Biblían einnig
fræðslurit um lönd fjarri okkur sjálfum, þar sem sköpunarsagan hafði átt
sér stað í þessum löndum. Hinum bókstaflega skilningi fylgdi einnig að
þeir sem rituðu í anda hans létu sér ekki nægja að skýra atburði Biblíunnar
á táknrænan hátt, heldur vildu þeir einnig sýna fram á hvað í rauninni
hefði gerst. Í því skyni var sjálfsagt mál að vitna til sagnaritara sem ekki
voru kristnir, þar sem vitnisburður þeirra kom að gagni. Tilgangurinn var
eftir sem áður kristilegur.
Í hinu norska riti Konungsskuggsjá er vísað í þriðja hluta Stjórnar og má
af því ráða að hann hafi verið lesinn í Noregi ekkert síður en á Íslandi. Ef
við höfum fyrir satt að Brandur Jónsson hafi tekið hann saman þá er það
til marks um framlag íslenskra lærdómsmanna við að þróa þessa kristnu
söguvitund á hinu vestnorræna málsvæði. Hún var ekki ætluð Íslendingum
einum heldur einnig lærdómsmönnum í Noregi þar sem Brandur dvaldi
löngum. Um sagnaritarann sem samdi fyrsta hluta Stjórnar meira en hálfri
öld síðar er fátt hægt að fullyrða, en hann gæti hafa verið norskur ekkert
síður en íslenskur og var greinilega undir áhrifum frá verkum svartmunka
Dóminikanareglunnar. Sagnaritun svartmunka eins og Vincentiusar hvíldi
enda á sömu forsendum og munkanna í Viktorsklaustri; þeir vildu leggja
hinn bókstaflega skilning til grundvallar allri biblíutúlkun.48
47 Sjá Smalley, The Study of the Bible in the Middle Ages, bls. 13.
48 Heilagur Tómas af Aquinos (1225–1274) benti t.d. á að andlegur skilningur á
trúnni þyrfti alltaf að spretta upp úr hinum bókstaflega lestri á Biblíunni: „Nihil
sub spirituali sensu continetur fide necessarium quod Scripture per literalem
sensum alicubi manifeste non tradet.“ Sjá St. Thomas Aquinas, Summa Theologiae
1, Christian Theology, útg. Thomas Gilby, London: Blackfriars, 1964, bls. 38.
Hin HeiLaGa FoRtÍÐ