Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 119
119
skilgreind sem slík. Einn bloggari segir til dæmis að ástæða hans fyrir því
að taka ekki svona bókum „fagnandi“ sé sú að fólk sem eigi börn frá Afríku
hafi trúað honum fyrir því að börn sín hafi orðið fyrir særandi og meiðandi
ummælum.80
Ólíkt því sem haldið var fram af þeim sem studdu bókina er mjög erf-
itt að sjá að einhverjir hafi viljað banna bókina, frekar er verið að vekja
máls á því af hverju hún hafi verið endurútgefin og hvort í dag sé rétt að
líta á hana sem heppilega barnabók. Ein kona segist í sjálfu sér ekki hafa
neitt beint á móti endurútgáfu bókarinnar en telur það vera „furðulegt
og í raun hættulegt“ að afneita því að í henni sé að finna kynþáttafor-
dóma. Hún bendir jafnframt á að vegna þessarar ábendingar sé hún og
aðrir „allt í einu“ orðnir „fánaberar þess að vera algerlega á móti þessari
bók og jafnvel þess að banna hana“.81 Önnur kona spyr á gagnrýninn hátt
og virðist þá vera að svara ásökunum um að gagnrýni á bókina skapi for-
dóma: „Ég fór að velta þessu fyrir mér ... Það að vera meðvitaður um að
bók sem inniheldur að margra mati niðurlægjandi og særandi umfjöllun er
það pólitískur rétttrúnaður? Og er það þá slæmt? Ég hélt að tilgangurinn
með vitundavakningu um fordóma hverskonar hefði það að markmiði að
útrýma fordómum.“82
Á sama tíma og þessar raddir gagnrýna endurútgáfu bókarinnar og
benda á kynþáttafordóma í henni virðist þó hjá mörgum vera undirliggj-
andi sú sýn að kynþáttafordómar séu áhyggjuefni vegna þess að á Íslandi
búi svart fólk. Þrátt fyrir að vera líklega ekki hugsaðar sem slíkar geta slíkar
staðhæfingar gefið til kynna að það sé ekkert athugavert við bókina í öðru
samhengi sem og að kynþáttafordómar hafi ekkert með hvítt fólk að gera.
Gauti B. Eggertsson gagnrýndi bókina í veffærslu með tilvísun í nýfæddan
son sinn sem lítinn negrastrák en sú færsla virðist hafa haft áhrif á skoðanir
margra á bókinni.83 Það endurspeglast í því að töluverður fjöldi þeirra sem
blogguðu dagana á eftir tala um að þessi færsla hafi haft áhrif á sýn þeirra.
Með því að vísa til sonar síns á þennan hátt lagði höfundur færslunnar
80 Baldur, „Tíu stórir rasistar“, 29. október 2007, sótt 1. nóvember 2007 af http://
baldurkr.blog.is/blog/baldurkr/entry/349627/.
81 Gunnhildur, „Almennt um fordóma“, 28. október 2007, sótt 7. nóvember 2007 af
http://opinbera.blog.is/blog./opinbera/entry/348195/.
82 Elín, „Tíu litlir negrastrákar“, 28. október 2007, sótt 11. nóvember 2007 af http://
spaelingar.blogspot.com/(2007)/tiu-litlir-negrastrakar.html.
83 Gauti B. Eggertsson, „Einn lítill negrastrákur“, 29. október 2007, sótt 11. nóv-
ember 2007 af http://gautieggertsson.blogcentral.is/blog/2007/10/29/einn-litill-
negrastrakur/.
ENDURÚTGÁFA NEGRASTRÁKANNA