Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 219
219
brigði við Adorno, sem var réttilega á varðbergi gagnvart afleiðingum þess
að fagurgera ósegjanlegar þjáningar fórnarlambanna, hefur því verið hald-
ið fram að það að reisa helförinni minnisvarða sé í sjálfu sér villimannsleg
hugmynd. Enga minnisvarða eftir Auschwitz. Og í ljósi fasísks óhófs í
minnisvarðagerð hafa sumir gengið svo langt að gefa í skyn að fasískar til-
hneigingar búi í öllum minnisvörðum.
Öll þessi gagnrýni á miðilinn sjálfan einblínir á minnisvarðann sem
hlut, sem varanlegan veruleika í steini, sem fagurfræðilega höggmynd.
Hún gerir hins vegar ekki ráð fyrir opinberum víddum minnisvarðans, sem
James Young hefur lýst sem samræðubundnum eiginleikum minnissvæða.
Það leikur enginn vafi á að við hefðum lítið gagn af helfararminnisvarða
sem væri dauðagríma eða fagurfræðileg útgáfa af ógn. Á hinn bóginn virk-
ar minnisvarðinn sem staðgengill fyrir stað sorgar og minningar, vegna
þess að fórnarlömbin eiga sér enga legsteina. Hvernig getum við eftir allt
saman tryggt að minningin lifi ef menning okkar leggur ekki til minnis-
svæði sem hjálpa okkur að byggja upp og hlúa að sameiginlegu minni um
Shoah? Aðeins með því að huga að opinberri virkni minnisvarðans, festa
hann í opinberri orðræðu sameiginlegs minnis, er hægt að koma í veg fyrir
að minnisvarðinn steingerist. Auðvitað er opinber orðræða mest í kringum
áætlanir, hönnun og byggingu nýs minnisvarða. Það er engin trygging
fyrir því að samræðubundin áhrif haldist til lengri tíma og helfararminnis-
varðinn getur að lokum orðið fórnarlamb þeirrar frystingar minnisins sem
ógnar öllum minnisvörðum.
Hið mikla tækifæri helfararminnisvarðans nú til dags byggist á texta-
tengslum hans og þeirri staðreynd að hann er einungis einn þáttur í
minnis menningu okkar. Á sama tíma og hefðbundin mörk safnsins, minn-
isvarðans og sagnfræðinnar hafa orðið hreyfanlegri, hefur minnisvarðinn
sjálfur glatað miklu af varanleika sínum og festu. Mælikvarðinn á árangur
gæti þannig falist í því hvernig hann gerir ráð fyrir hreyfanleika yfir mörk-
in til annarra orðræðna um helförina, á hvern hátt hann knýr okkur til að
lesa aðra texta, aðrar sögur.
Enginn einstakur minnisvarði mun nokkurn tíma geta tjáð helförina í
heild sinni. Þannig minnisvarði væri ekki endilega eftirsóknarverður, frek-
ar en Bókin mikla um Shoah sem, svo vitnað sé í Geoffrey Hartman, gæti
„framleitt þá blekkingu að við hefðum mynd af heildinni, varpað í skugg-
ann, jafnvel í óminnið, sögum, smáatriðum og óvæntum sjónarhornum
MINNISVARðAR OG HELFARARMINNI Á FJÖLMIðLAÖLD