Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 107
107
an skilning á hugtakinu, þar sem gert er ráð fyrir að einsleitni þjóðríkja sé
á einhvern hátt náttúrulegt ástand.28
Umræða samtímans um fjölmenningu kallar þannig á nánari greiningu
á því hvernig munað er eftir nýlendutímanum í samtímanum. Notkun
fræðimannsins V. Y. Mudimbe á hugtakinu ,nýlendusafnið‘ (e. coloni-
al library) bendir á hvernig ákveðin þemu frá nýlendutímanum virðast
vera rifjuð upp aftur og aftur á meðan aðrir þættir falla í gleymsku eða
hverfa úr forgrunni.29 Áhersla Mudimbes er augljóslega í takt við umræðu
fræðimanna um áðurnefnt félagslegt minni sem snýr hvort tveggja að því
að muna og gleyma, sem dregur fram mikilvægi þess að skoða hverju er
gleymt og eftir hverju er munað og hvernig. Ef félagslegt minni felur í
sér ramma sem gerir margþætta reynslu samtímans skiljanlega, verður
nýlendusafnið ákveðinn þekkingargrunnur til þess að skilja tengsl í sam-
tímanum.30 Tilvísun í fortíðina hefur mikið áhrifavald í samtímanum og,
eins og Andreas Huyssen hefur bent á, er vart hægt að þverfóta fyrir upp-
rifjunum, endurgerðum og afritun margs konar.31 Líkt og athugasemd
Mudimbes um nýlendusafnið gefur til kynna er slík upprifjun brotakennd
og með henni eru valin ákveðin endurtekin þemu. Áhersla á upprifjun
fortíðarinnar í samtímanum er einnig í formi fortíðarþrár sem, eins og
William Cunningham Bissell bendir á, felur í sér tilfinningu fyrir línuleg-
um tíma og rofi milli fortíðar og nútíðar.32
Áhersla á merkingu kynþáttahyggju í evrópsku samhengi beinir athygl-
inni að ólíkri aðkomu Evrópuþjóða að nýlenduverkefninu. Sumar þjóðir
voru stórtæk nýlenduveldi en aðrar voru á jaðrinum með veika valdastöðu
innan Evrópu sjálfrar. Nýlendutíminn fól þannig í sér önnur tengsl en
eingöngu yfirráð ákveðinna ríkja yfir öðrum. Norðurlöndin endurspegla
sérlega vel hversu margbreytileg tengsl lönd Evrópu áttu við nýlendu-
verkefnið. Danmörk var nýlenduveldi sem hafði yfirráð yfir löndum víðs
28 Alana Lentin og Gavan Titley, The Crises of Multiculturalism: Racism in a Neoliberal
Age, London: Zed Books, 2011.
29 V. Y. Mudimbe, The Idea of Africa (African systems of thought), Indiana: Indiana
University Press, 1994, bls. 29.
30 Maria. G. Cattell og Jacob. J. Climo, „Introduction: Meaning in Social Memory
and History: Anthropological Perspective“, bls. 1–36; Popular memory group
„Popular Memory: Theory, Politics, Method“, bls. 205–252.
31 Andreas Huyssen, „Present Pasts: Media, Politics, Amnesia“, Globalization, ritstj.
Arjun Appadurai, Durham og London: Duke University Press, 2001, bls. 57–77.
32 William Cunningham Bissell, „Engaging Colonial Nostalgia“, Cultural Anthropol-
ogy 2/2005, bls. 215–248.
ENDURÚTGÁFA NEGRASTRÁKANNA