Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 26
26
heldur um að ræða stað þar sem hægt er að skynja fjarlægð og þögn
fortíðarinnar.46
Þannig tengir staður minningarinnar nærveru og fjarveru, skynjaða nútíð
og sögulega fortíð. Á staðnum skarast tími og rúm á sérstæðan hátt, hér
geta menn fundið söguna og hið liðna á eigin skinni. Minnið á ekki eins
erfitt með þessa skörun tíma og rúms og sú söguritun sem bundin er
atburðarás og nákvæmum tímasetningum, enda er markmið minnisins að
draga hið fjarlæga nær:
Sögubækur sem rekja atburðarás veita okkur upplýsingar um sögu-
vitund þjóðar, en minni þjóðar kemur fram í landslagi minningar-
staða hennar. Sérstætt samband hins nálæga og fjarlæga gerir þá að
árukenndum stöðum, þar sem menn leita að milliliðalausu sambandi
við fortíðina. Töfrarnir sem staðir minningarinnar eru sagðir búa
yfir spretta af hlutverki þeirra sem snertisvæði.47
Þegar meðlimir þjóðar leggja upp, leita þessara „snertisvæða“ (þ. Kon-
taktzonen) kerfisbundið og letra þau í landslagið eitt af öðru, eins og gerist
t.a.m. í ferðalýsingum, búa þeir til ímyndað landakort yfir staði minning-
arinnar. Inn á þetta kort færa þeir allt það sem getur nýst til að gera þeirra
eigin sögu sýnilega og laða fram hið „messíanska andartak“48 þegar fortíð
og nútíð virðast verða eitt.
Staður getur þó aðeins orðið að minningar- eða minnisstað ef hið
menningarlega minni hefur varðveitt eitthvað sem honum tengist. Jafnvel
46 „Nach Benjamin besteht die Erfahrung einer Aura gerade nicht in nahebringender
Unmittelbarkeit, sondern, ganz im Gegenteil, in Ferne und Unnahbarkeit. Was
man nahe wähnte, zeigt sich plötzlich in einem anderen Licht, das es einem ent-
rückt und entzieht. Das in der Aura enthaltene Heilige gründete für Benjamin nicht
in einem Nähe-, sondern in einem Ferne- und Fremdheitsgefühl. Ein auratischer
Ort in diesem Sinne macht kein Unmittelbarkeits-Versprechen; eher ist es ein
Ort, an dem die unnahbare Ferne und Entzogenheit der Vergangenheit sinnlich
wahrgenommen werden kann.“ Aleida Assmann, Erinnerungsräume, bls. 338.
47 „Während über das Geschichtsbewußtsein einer Nation die chronologisch ge-
ordneten Geschichtsbücher Aufschluß geben, findet das Gedächtnis einer Nation
Niederschlag in der Gedächtnislandschaft seiner Erinnerungsorte. Die eigen-
tümliche Verbindung von Nähe und Ferne macht diese zu auratischen Orten, an
denen man den unmittelbaren Kontakt mit der Vergangenheit sucht. Die Magie,
die den Erinnerungsorten zugeschrieben wird, erklärt sich aus ihrem Status als
Kontaktzone.“ Sama rit, bls. 337.
48 Ástráður Eysteinsson, Tvímæli. Þýðingar og bókmenntir, Reykjavík: Bókmennta-
fræðistofnun, Háskólaútgáfan, 1996, bls. 233.
MaRion LeRneR