Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 13
13
markast af aldri sjónarvottanna, en að u.þ.b. áttatíu til hundrað árum liðn-
um eru horfnir hinir síðustu sem hafa lifað tiltekinn atburð. Þá slitnar
minningin. Um fjörutíu árum eftir að menn hafa lifað mikilvægan atburð
brýst oft fram vilji til að festa minninguna niður og reyna að miðla henni
til komandi kynslóða. Þannig gengur skrifleg minnis- og skrásetningar-
vinna í bylgjum. Hlutdeild í samskiptaminninu er óskýr og miðlun þess
óformleg. Það verður til með tileinkun tungumáls og í hversdagslegum
samskiptum, þ.e. með beinni og óbeinni þátttöku, og þar getur aldur ein-
staklinga, aðgengi að menntun og öðrum verðmætum, hæfileikar o.fl. leitt
til margvíslegrar aðgreiningar. Að jafnaði er aðgengið þó hvorki takmark-
að né reglubundið.
Ef við lítum yfir tímabil nýliðinnar fortíðar, sem einnig mætti lýsa sem
skeiði þriggja til fjögurra kynslóða, kemur jafnan í ljós „gloppa“ (e. floating
gap), eins konar minniseyða sem hliðrast til með nýjum kynslóðum og fær-
ist þar með nær í tíma. Jan Assmann bendir þó á að hér sé ekki um að ræða
„eyðu“ í hefðbundnum skilningi, þ.e. tómarúm eða bil, eins og hugtakið
gefi í skyn. Hann telur öllu heldur að hin nálæga fortíð tengist öðru lagi
fortíðarinnar milliliðalaust, án nokkurrar eyðu eða hlutlauss svæðis. Í vit-
und þjóðfélagsþegnanna liggur handan við þessa gloppu upprunatími, sem
tekur á sig mynd upprunagoðsagna í menningu þar sem munnleg geymd
gegnir lykilhlutverki. Rannsóknir á sviði munnlegrar sögu hafa sýnt að
í þjóðfélögum okkar tíma er það viðtekin skólabókar- og söguþekking
sem tekur við handan þessarar „gloppu“, þar er með öðrum orðum hin
opinbera söguskoðun við stjórnvölinn.
Ólíkt samskiptaminninu er menningarlegt minni ekki bundið afmörk-
uðum hópi handhafa sem samanstendur af sjónarvottum. Það hverfist öllu
heldur um tiltekna viðmiðunarpunkta í fortíðinni. Í menningarlegu minni
þjappast fortíðin saman í táknrænar myndir sem minningin er bundin. Sem
dæmi um slíkar minningamyndir (þ. Erinnerungsfiguren) nefnir Assmann,
sem sérfræðingur í menningu Forn-Egypta, sögur af ættfeðrunum, brott-
fararfrásögnina, eyðimerkurgönguna, landnámið og útlegðina.14 Einnig
má líta á goðsagnir sem slíkar minningamyndir. Menningarlega minnið
snýr þannig síður að „raunverulegri“ en munaðri sögu og þar með á end-
anum að upprunasögu, með minnismyndunum treystir hópurinn sjálfs-
mynd sína, að segja má. Að þessu leyti loðir eins konar helgi við menn-
ingarminnið. Það hverfist síður um hversdagslega þekkingu og vitund en
14 Sama rit, bls. 52.
STAðIR OG MENNINGARLEGT MINNI