Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 209
209
verið; minnið er ávallt undir áhrifum frá gleymsku og afneitun, bælingu
og tráma, og þjónar oftar en ekki þörfinni til að réttlæta valdið og við-
halda því. En sameiginlegt minni samfélags er ekki síður ófyrirsjáanlegt,
ekki síður óstöðugt, form þess síður en svo óbreytanlegt. Það er alltaf háð
ógreinilegum og ekki svo ógreinilegum endurmótunum. Minni samfélags
byggist á samræðu hugmynda og gildismats, helgisiða og stofnana sam-
félagsins. Í tilfelli nútímasamfélaga er það einkum mótað af opinberum
minnisstöðum eins og safninu, minnismerkinu eða minnisvarðanum. En
varanleikinn sem minnisvarði úr steini virðist gefa til kynna er ávallt byggð-
ur á kviksyndi. Sumum minnisvörðum er velt af stalli í miklum fögnuði á
tímum stórfelldra samfélagsumbrota, aðrir geyma minni í steingerðasta
formi þess, ýmist sem goðsögn eða klisju. Enn aðrir eru einfaldlega mynd-
ir gleymskunnar, merking þeirra og upphaflegur tilgangur máist út með
tímanum. Eins og Musil sagði eitt sinn: „Það er ekkert í heiminum jafn
ósýnilegt og minnisvarðar.“5
En er eitthvert vit í því að stilla minni upp sem andstæðu gleymsku
eins og við gerum svo oft, gleymskan er þá í besta falli talin vera óumflýj-
anlegur galli eða annmarki á minninu? Er raunin ekki sú, þótt það sé mót-
sagnakennt, að hver og ein minning er óhjákvæmilega háð bæði fjarlægð
og gleymsku, einmitt því sem grefur undan þeim stöðugleika og áreið-
anleika sem vænst er, en er um leið nauðsynlegt fyrir lífsþrótt minnisins
sjálfs? Er það ekki einmitt innbyggður styrkleiki minnisins að hægt er að
vefengja það frá nýjum sjónarhornum, út frá nýjum sönnunum og frá þeim
stöðum sem það hefur útilokað? Vegna þess að samtalið milli nútíðar og
fortíðar er bundið vali og breytist sífellt, höfum við komist að því að sam-
tími okkar mun óhjákvæmilega hafa áhrif á hvað og hvernig við munum.
Það er mikil vægt að skilja þetta ferli, ekki harma það í þeirri röngu trú að
einhvers konar endanleg, hrein, heil og yfirskilvitleg minning sé möguleg.
Af þessu leiðir að fortíð sem er vandlega geymd mun alltaf vera greypt í
samtíma okkar, frá því að móta dulvitaðar þrár til þess að leiða meðvitaðar
gjörðir okkar. Um leið getur vandlega geymd fortíð breyst í goðsagna-
kennda minningu. Hún er ekki ónæm fyrir því að steingerast og getur
orðið að hindrun fyrir þarfir samtímans í stað þess að vera leið inn í sam-
fellu sögunnar.
5 Robert Musil, „Nachlaß zu Lebzeiten“, Prosa, Dramen, späte Briefe, ritstj. Adolf
Frisé, Hamburg: Rowohlt, 1957, bls. 480.
MINNISVARðAR OG HELFARARMINNI Á FJÖLMIðLAÖLD