Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 112
112
er þegar því var haldið fram af blaðinu Grapevine að Þjóðdansafélagið
hefði neitað að lána blaðinu eintak af þjóðbúningnum fyrir myndbirtingu
þegar í ljós kom að fyrirsætan var dökk á hörund.54 Í kjölfarið mátti sjá
mjög sterka fordæmingu á þessu í dagblöðum og taldi Þjóðdansafélagið
sig knúið til að birta opinbera yfirlýsingu um málið þar sem útskýrt var
af hverju búningurinn var ekki notaður í myndatökunni.55 Umræðan um
endurútgáfu Negrastrákanna virtist hins vegar strax skiptast í tvö horn þar
sem deilan snerist fyrst og fremst um það hvort bókin bæri vott um kyn-
þáttafordóma eða ekki.
Bloggfærslurnar sem skrifaðar voru þegar deilurnar stóðu sem hæst
endurspegla mjög greinilega þetta tvípóla eðli umræðunnar en í langflest-
um tilfellum var mjög einfalt að grunnflokka færslurnar sem ,gagnrýnar‘
eða ,ekki gagnrýnar‘ í garð endurútgáfunnar. Þeir sem voru gagnrýnir
á endurútgáfuna lýstu til dæmis yfir áhyggjum af því að bókin fæli í sér
kynþáttafordóma og töldu að hún væri ,tímaskekkja‘. Þeir sem voru ekki
gagnrýnir á endurútgáfuna voru oft þeirrar skoðunar að þetta væri góð
bók og sögðust í mörgum tilfellum ekki skilja út á hvað ,lætin gengju‘. Alls
mátti flokka 45 færslur ,með‘ og 45 ,á móti‘ en þær 11 sem eftir voru var
nokkuð erfiðara að flokka. Í viðtölum, sem flest voru tekin í rýnihópum,
voru fleiri sem voru gagnrýnir á bókina og nokkuð erfiðara var að draga
skoðanir fólks í dilka eins og gert var með bloggfærslurnar. Þetta skýrist ef
til vill af því hvernig viðmælendur voru valdir, en einn rýnihópur var fólk
sem tengdist bókabúðum á einhvern hátt, í öðrum voru leikskólakenn-
arar og sá þriðji samanstóð af grunnskólakennurum. Til dæmis var ljóst
út frá umræðum í rýnihópnum sem samanstóð af leikskólakennurum frá
ólíkum stofnunum að umræða um hvaða bækur væru æskilegar fyrir ung
börn hafði átt sér stað á mörgum leikskólanna í langan tíma. Einnig getur
verið að erfiðara sé að flokka skoðanir einstaklinga í viðtölum vegna þess
að í mæltu máli flakka einstaklingar frekar á milli ólíkra sjónarmiða en í
bloggfærslum sem er ætlað að koma ákveðinni sýn eða skoðun á framfæri.
Áhugavert er að í viðtölum tóku einstaklingar með innflytjendabakgrunn
mjög skýra afstöðu til þess að bókin væri sterk endurspeglun kynþáttafor-
54 „Opið bréf til þjóðdansafélags Reykjavíkur“, blogspot.com, 15. júní 2004, sótt
2. febrúar 2012 af http://sigurdur.blogspot.com/2004/06/opi-brf-til-jdansaflags-
reykjavkur.html.
55 Þjóðdansafélag Reykjavíkur, „Harmar þá túlkun sem fram hefur komið“, mbl.is, 19.
júní 2004, sótt 13. nóvember 2007 af http://www.mbl.is/greinasafn/grein/804517
/?item_num=7&searchid=a2cd664b572e5c8335be0e2ffbc75cb6c549b52e.
KRistÍn LoFtsdóttiR