Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 111
111
Bókin Negrastrákarnir var endurútgefin nokkrum sinnum (árin 1937,
1947, 1955 og 1975) og vísurnar sungnar inn á hljómplötur. Einnig voru
vísurnar stundum settar á svið á jólaskemmtunum50 þar sem börnin sungu
jafnvel með svartmálaða pappadiska fyrir andlitinu. Það er ekki hægt að sjá
annað af eldri dagblöðum en að umræður hafi verið jákvæðar um slíka við-
burði sem og um endurútgáfur bókarinnar. Í auglýsingu úr Morgunblaðinu
frá 1955 segir til dæmis: „Negrastrákarnir hans Guðmundar Thorsteinsson
eru nú komnir aftur á markaðinn. Allir þekkja þessar fallegu vísur og teikn-
ingar Muggs um Negrastrákana tíu – Þetta er kjörin bók fyrir angana
litlu.“51
Endurútgáfa bókarinnar í fjölmenningarlegu samfélagi
Deilurnar um endurútgáfu Negrastrákanna árið 2007 hófust í lok októ-
ber sama ár og fólust í heitum skoðanaskiptum á samskiptamiðlum og í
almennri umræðu í samfélaginu. Fólk tjáði skoðanir sínar m.a. á persónu-
legum bloggsíðum, í blaðagreinum, útvarpi og sjónvarpi. Í stuttri umfjöll-
un á vef Ríkisútvarpsins þann 25. október er bent á að foreldrar þeldökkra
barna, eins og það er orðað í fréttinni, hafi áhyggjur af því að bókin muni
auka fordóma í garð barna sinna og hafa þeir beðið um að hún verði ekki
lesin á leikskólum, ásamt því að undirstrika að efni hennar og myndir
séu særandi.52 Alþjóðahúsið var með málþing þennan sama dag þar sem
fjallað var um hvaða hugtök væri æskilegt að nota í málefnum innflytj-
enda, Kastljós fjallaði um málið 31. október og Egill Helgason ræddi um
endurútgáfuna ásamt nokkrum álitsgjöfum og birti auk þess sjálfur langa
færslu um hana.53 Í íslensku samfélagi hafa áður komið upp ásakanir um
kynþáttafordóma sem hafa hlotið nokkuð einhliða fordæmingu íslensks
samfélags – eða þeirra sem tjáðu sig – á fordómunum. Dæmi um slíkt
50 Þetta kemur m.a. fram í viðtölum og greiningu á dagblöðum.
51 Morgunblaðið, 11. desember, 1955, bls. 32.
52 „Tíu litlir negrastrákar umdeild bók“, ruv.is, 25. október 2007, sótt 13. nóvember
2007 af http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item174735.
53 „Rætt um negrastráka, svertingja og tíu litlar húsmæður í Alþjóðahúsinu“, mbl.is,
26. október 2007, sótt 7. nóvember 2007 af http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/
frett.html?nid=1299125; Kastljós, ruv.is, 31. október 2007, sótt 8. nóvember 2007
af http://www.ruv.is/heim/vefir/kastljos/meira/store156/item175447/; Egill Helga-
son, „Stuð fyrir bókabrennur“, Eyjan.is, 31. október, 2007, sótt 8. nóvember 2007
af http://eyjan.is/silfuregils/2007/10/31/um-fordoma-og-fleira/; Egill Helgason,
„Um ritskoðun“, Eyjan.is, 2. nóvember, 2007, sótt 8. nóvember 2007 af http://eyjan.
pressan.is/silfuregils/2007/11/02/um-ritsko%c3%b0un/.
ENDURÚTGÁFA NEGRASTRÁKANNA