Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 220
220
sem halda huganum við verkið og minninu við gröftinn“.13 Margt mælir
með því að halda helfararminnismerkjum og -minnisvörðum á ákveðnum
stöðum, að nota þau til þess að endurspegla sögur svæðisins, að kalla fram
staðarminni, að gera Lokalausnina meltanlega ekki einungis með því að
líta á útrýmingarstaðina, heldur einnig á líf þeirra sem voru myrtir í búð-
unum.
Að einhverju leyti snýr spurningin um helförina alla, sem heild, aftur
að vandanum við ósegjanleikann. Eftir að við höfum munað, farið yfir
staðreyndirnar, syrgt fórnarlömbin, verðum við enn ásótt af þessum kjarna
algjörrar niðurlægingar, vanvirðingar og hryllings sem fórnarlömbin þurftu
að þola. Hvernig getum við skilið þegar jafnvel vitni sögðu: „Ég trúði ekki
því sem ég sá með eigin augum.“ Þótt tjáningar á helförinni séu brotnar
upp af fjölmiðlum, í landfræðilegum skilningi og frá sjónarhorni þess sem
horfir, koma þær alltaf að lokum að kjarnanum: óhugsandi, ósegjanlegar
og ótjáanlegar hörmungar. Kynslóðirnar eftir helförina geta aðeins nálgast
þennan kjarna með eftirlíkingu, minnistækni sem ber kennsl á atburðinn
í annarleika hans, handan samsömunar og græðandi samkenndar, en þessi
nálgun kemur til skila með líkamlegum taugaboðum einhverju af hryll-
ingnum og þjáningunni, með hægri og þrautseigri minnisvinnu. Slíkri eft-
irlíkingarnálgun er aðeins hægt að ná fram með því að viðhalda spennunni
milli deyfandi heildarmyndar helfararinnar og frásagna einstakra fórn-
arlamba, fjölskyldna og samfélaga. Að einblína á hið fyrra getur leitt til
deyfandi hlutlægni tölfræðinnar og bælingar á merkingu þessarar tölfræði;
að einblína á hið síðara býður upp á yfirborðskennda og hreinsandi sam-
kennd, en þá gleymist sú skelfilega niðurstaða að helförin sem sögulegur
atburður, eins og Adi Ophir orðar það, varð til fyrir óvanalegt sambland
af eðlilegum ferlum.14 Ef helfararminnisvarðanum tekst vel til kallar hann
fram slíka eftirlíkingarnálgun, en hann getur einungis náð því markmiði í
tengslum við aðrar skyldar orðræður sem eru að verki í huga áhorfandans
og á opinbera sviðinu.
Minnismerki eða minnisvarði færir okkur eingöngu skrefi nær þeirri
tegund þekkingar sem Jürgen Habermas hefur lýst sem óafturkræfu rofi í
mannkynssögunni:
13 Geoffrey Hartman, „The Book of Destruction“, Probing the Limits of Representation,
ritstj. Saul Friedlander, bls. 319.
14 Adi Ophir, „On Sanctifying the Holocaust: Anti-Theological Treatise“, Tikkun
2:1/1987, bls. 64.
andReas Huyssen