Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 128
128
Jón Jóhannesson hélt að sagan hefði verið skrifuð skömmu fyrir 1350.13
Breski fræðimaðurinn John Porter taldi söguritunina tengjast translatio
Guðmundar biskups góða – en leifar hans voru teknar upp 131514 – og
þótti sennilegast að sagan hefði verið skrifuð á öðrum fjórðungi 14. ald-
ar.15 Stefán Karlsson áleit hins vegar að Guðmundar saga hin elsta hefði
verið sett saman á tímabilinu 1320–1330.16 Nú er efni úr Arons sögu líklega
tekið upp í Elstu sögu svo að hún getur varla verið yngri en frá um 1320.17
Vísur um Aron
Í Arons sögu eru 16 vísur eins og hún hefur verið prentuð. Þær bera vitni
um áhuga annarra en höfundar á efni sögunnar og fjalla um fall Tuma
Sighvatssonar á Hólum 1222, bardaga biskupsmanna og Sturlunga
í Grímsey og fall Eyjólfs Kárssonar, Svínafellsför Arons á flótta undan
Sturlu Sighvatssyni, fóstbróður sínum, fund Arons og manna Sturlu í
Geirþjófsfirði þar sem hann var í útlegð – rétt eins og Gísli Súrsson – átök
þeirra Sturlu á Valshamri á Skógarströnd og Jórsalaför Arons. Tvær vísn-
anna eru eignaðar Ólafi Þórðarsyni hvítaskáldi í sögunni en fimm Þormóði
presti Ólafssyni. Ein er kennd Brandi nokkrum. Aðrar eru ekki beinlínis
feðraðar en tvær þeirra eru sagðar eftir Þormóð prest í Resensbók, hand-
riti sem hafði að geyma Elstu sögu.
Það skiptir máli hvort vísurnar hafa verið úr kvæðum, hlutar af frásögn-
um um Aron eða síðari viðbót. Þá er það spurning hvort þær séu eldri en
sagan eða yngri. Finnur Jónsson taldi í bókmenntasögu sinni að flestar
vísnanna væru úr erfikvæði Ólafs hvítaskálds um Aron og tveimur kvæðum
Þormóðs um hann – öðru dróttkvæðu, hinu hrynhendu.18 Hefðu fæstar
þeirra staðið upphaflega í sögunni. Jón Helgason taldi aftur á móti að
13 Jón Jóhannesson, „Um Sturlunga sögu“, bls. l.
14 Stefán Karlsson, „Guðmundar sögur biskups“, bls. 157–158.
15 John Porter, „Some Aspects of Arons saga Hjörleifssonar“, Saga-Book 18/1971,
bls. 143–144.
16 Stefán Karlsson, „Indledning“, Guðmundar sögur biskups, útg. Stefán Karlsson (Edi-
tiones Arnamagnæanæ B: 6), Kaupmannahöfn: Reitzel., 1983, 1. b., bls. clxvii–
clxviii.
17 Sjá Guðrún Nordal, Tools of Literacy: The Role of Skaldic Verse in Icelandic Textual
Culture of the Twelfth and Thirteenth Centuries, Toronto: University of Toronto
Press, 2001, bls. 114.
18 Finnur Jónsson, Den oldnorske og oldislandske litteraturs historie, 2. útg. endursk.,
Kaupmannahöfn: Gad, 1923, 2. b., bls. 762–763.
ÚLFaR bRaGason