Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 217
217
sögulega atburð, jafnvel þótt atburðurinn geymi eitthvað ósegjanlegt eða
ótjáanlegt í kjarna sínum. Því ef það skiptir okkur máli og er á okkar ábyrgð
að koma í veg fyrir gleymsku, verðum við að opna fyrir þau kraftmiklu áhrif
sem melódramatísk sápuópera getur haft á huga áhorfenda í samtímanum.
Kynslóðirnar sem koma á eftir helförinni og mótast sem félagsverur af
sjónvarpinu geta fundið sína leið að vitnisburðum, heimildarmyndum og
sögulegum textum einmitt í gegnum skáldaða og tilfinningahlaðna helför
sem er gerð fyrir vinsældasjónvarp. Sé hægt að bera helförina saman við
jarðskjálfta sem hefur eyðilagt öll tæki til að mæla hann, eins og Lyotard
hefur stungið upp á, þá hlýtur að vera fleiri en ein leið til að tjá hana.
Aukin fjarlægð í tíma og á milli kynslóða, er þess vegna mikilvæg að
öðru leyti: hún hefur gefið minninu frelsi til að horfa á fleira en staðreynd-
irnar. Almennt séð erum við orðin meira meðvituð um hvernig félagslegt
og sameiginlegt minni byggist upp í fjölbreyttum orðræðum og lagskiptri
tjáningu. Helfararsagnfræði, skjalasöfn, vitnisburðir, heimildarmyndir –
allt þetta hefur átt þátt í því að staðfesta kjarna staðreynda og þessum stað-
reyndum þarf að miðla til kynslóðanna sem koma á eftir tíma helfararinn-
ar. Án staðreynda er ekkert raunverulegt minni. En við höfum líka frelsi til
að sjá að helförin er orðin dreifð og margbrotin vegna mismunandi leiða
til að minnast hennar. Þráhyggjukennt sjónarhorn á hið ósegjanlega og
ótjáanlega, eins og því var miðlað á áhrifamikinn hátt af Elie Wiesel eða
George Steiner fyrr á tímum og eins og það birtist í siðfræði Jean-François
Lyotard nú, hamlar þeirri innsýn. Jafnvel í því sögulega formi sem það er
alvarlegast og lögmætast, þá er helfararminni uppbyggt á mjög ólíkan hátt
í landi fórnarlambanna og í landi gerendanna – og á enn annan hátt í lönd-
um sem börðust gegn nasismanum.12
Allt frá upphafi hafa sömu staðreyndir skapað mjög ólíkar frásagn-
ir og minningar. Í Þýskalandi merkir helförin fjarveru áberandi gyð-
ingdóms í samfélaginu og trámatíska byrði fyrir sjálfsmynd þjóðarinn-
ar. Raunverulegar tilraunir til þess að syrgja, sem hafa verið gerðar um
nokkurn tíma, eru samofnar sjálfselskandi sárindum, siðabundnum sjálfs-
ásökunum og bælingu. Þar til nýverið hefur því verið lítil vitneskja eða
áhugi meðal almennings á því sem raunverulega fórst í eyðileggingunni.
Í Ísrael varð helförin grunnur að stofnun ríkisins, bæði sem endapunktur
á sundraðri sögu gyðinga sem fórnarlamba og sem upphafspunktur nýrrar
12 Sjá brautryðjandaverk James Young, The Texture of Memory: Holocaust Memorials
and Meaning in Europe, Israel, and America, New Haven og London: Yale University
Press, 1993.
MINNISVARðAR OG HELFARARMINNI Á FJÖLMIðLAÖLD