Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 86
86
á sviði bókmennta og textafræði en einn fjölmennasti hópurinn eru höf-
undar skáldverka af ýmsu tagi.26 Það kann að koma spánskt fyrir sjón-
ir að sjá slíka einstaklinga, sem lifðu sumir hverjir á jaðri samfélagsins,
ögruðu borgaralegu siðgæði og söfnuðu sjaldnast veraldlegum auði, tekna
í þjónustu seðlabanka. Þetta er útgangspunkturinn í málflutningi Tryggva
Gíslasonar. Líkt og Marcia Pointon hefur bent á tengist valið á slíkum ein-
staklingum þó fremur hugmyndum um menningarlegt minni og þjóðerni
en beinhörðum veruleika efnahagsmála: „Þar sem jafnan er talið að bók-
menntir sýni tungumálið í sinni bestu og virðingarverðustu mynd kemur
ekki óvart að rithöfundar, rétt eins og stríðshetjur, séu nýttir til að birta
sjálfsmynd þjóðar.“27 Á hinn bóginn getur verðlagsþróun haft í för með
sér að mynt og seðlar verði hverful og jafnvel tvíræð minningarmörk.
Þetta er kjarninn í skrifum Hannesar Péturssonar.
Jan Assmann vekur athygli á því að tvö algeng ensk hugtök yfir að
minnast, re-membering og re-collecting, feli í sér að verið sé að tengja saman
aðskilda útlimi (e. member) tiltekins líkama eða safna saman (e. collect) ein-
hverju sem hefur sundrast. Hann segir að það myndmál sem þarna búi
að baki megi í vissum tilvikum taka bókstaflega og rifjar upp því til stað-
festingar forn-egypskan helgisið sem tengdist átrúnaði á guðinn Ósíris.
Árlega, þegar flóðin í Níl voru afstaðin, var með táknrænum hætti safnað
saman 42 líkamshlutum guðsins, þeir voru smurðir og tengdir í einn lík-
ama svo að Ósíris gæti risið upp frá dauðum og sonur hans, Hórus, tekið
við völdum. Limirnir áttu sér samsvörun í 42 héruðum landsins þann-
ig að í raun hafði þessi athöfn afar víðtæka táknræna skírskotun: „Dauði
Ósírisar og krýning Hórusar er pólitísk goðsögn. Formleg sviðsetning
hennar birtir og festir í sessi pólitíska, menningarlega og trúarlega sjálfs-
mynd Egyptalands.“28
Sjá má samsvörun milli þessa siðar og þeirrar hefðar að minnast þekktra
lifandi eða látinna einstaklinga með afhjúpun opinberra líkneskja en hana
má einnig tengja við varðveislu á líkamsleifum trúarlegra dýrlinga og því
hlutverki sem þeir leika í helgihaldi. Mikilvægustu minningarmörkin um
26 Forvitnilegur gagnagrunnur um einstaklinga á evrópskum seðlaröðum er að
byggjast upp á vef rannsóknarverkefnisins SPIN (Study Platform of Interlocking
Nationalism) sem stjórnað er af hollenska fræðimanninum Joep Leerssen, vefslóð:
http://spinnet.eu/wiki-banknotes/index.php?title=Special%3ACategories&from=
a, skoðað 11. janúar 2013.
27 Marcia Pointon, „Money and Nationalism“, í Imagining Nations, ritstj. G. Cubitt,
Manchester: Manchester University Press, 1998, bls. 229–254, hér bls. 233.
28 Jan Assmann, Religion and Cultural Memory, bls. 15.
Jón KaRL HeLGason