Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 22
22
árið 1907.36 Einnig var unnið úr þessu minni í myndlist 20. aldar og gerð
hafa verið fjölmörg minnismerki og listaverk í líki feiknastórra varða. Hér
má sem dæmi nefna Konungsvörðuna sem reist var á Holtavörðuheiði til
minnis um ferð Kristjáns tíunda og minnismerki Ríkharðs Jónssonar um
Stephan G. Stephansson á Vatnsskarði í Skagafirði.
Þegar varða er reist á slysstað verður hlutverk hennar sem staðgengill
mannsins auðsýnilegt. Grjótvörðunni er að vissu leyti falið varðveislu-
hlutverkið. Þannig er hægt að halda helgisiðakenndar minningarathafnir
á staðnum við tiltekin tækifæri, s.s. á minningardögum eða afmælum. Nú
til dags tíðkast að setja minnisskildi, andlitsmyndir og plötur með ann-
ars konar upplýsingum á vörðurnar. Áður fyrr var þetta þó ekki raun-
in. Í meginatriðum reistu menn – oft með miklum erfiðismunum, sem
túlka má sem fórn – keilu eða pýramída úr grjóti eða hraunhnullungum.
Þannig voru steinarnir sem hlaðið var upp eini efniviðurinn sem hægt
var að styðjast við. Þeir vísuðu til merkingar en komu henni ekki til skila,
því þeim fylgdu hvorki orð né frásagnir. Þar þurfti minni mannsins að
koma til. Grjótvarðan var minninu vissulega stoð en inntak minningarinn-
ar þurfti það eftir sem áður að varðveita hjá hópum eða einstaklingum.
Nauðsynlegt var, svo að segja, að fá þögla steinana til að tala. Það segir
sig sjálft að inntak þessa tals, sjálf frásögnin, gat hnikast til í tímans rás.
Minnisvarðinn gegndi engu öðru hlutverki og hentaði því einkar vel sem
slík opin minnisstoð.
Samanburður á grjótvörðum og ferðalýsingum
Grjótvarðan getur þjónað endurminningunni á meðan inntakið sem um
ræðir er enn hluti af samskiptaminninu og meðlimir tiltekins hóps halda
minningunni á lífi með frásögnum og upprifjunum. Um leið og áhug-
inn dvínar og frásagnirnar fjara út er nánast ekkert eftir annað en þögult
grjótið, sem á endanum grotnar niður og rennur einhvern tíma saman við
náttúruna á ný. Þegar menn horfa á „þagnaða“ grjótvörðu getur þá rennt í
grun að hún hafi eitt sinn haft menningarlega merkingu, en þeir eru ófærir
um að ná tökum á henni. Þeir geta aftur á móti léð henni nýja merkingu.
Þannig minnir varðan til heiðurs Walter Knebel ekki lengur aðeins á hann
og hvarf hans, heldur einnig á Inu von Grumbkow, sem lagði leið sína að
Öskju árið 1908 í leit að hugsanlegum ummerkjum um óhappið og reisti
36 Haraldur Sigurðsson, „Slysið í Öskju 10. ágúst 1907“, í Ina von Grumbkow, Ísafold.
Ferðamyndir frá Íslandi, þýð. Haraldur Sigurðsson, Reykjavík: Örn og Örlygur,
1982, bls. 7–24.
MaRion LeRneR