Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 142
142
hafsstefið í Arons sögu og liggur fléttu sögunnar til grundvallar. Aron er
alinn upp með Sturlu Sighvatssyni jafnaldra sínum í Hítardal hjá Þorláki
Ketilssyni. Sagan segir: „Var ok þann tíma harla vel með þeim ok þó
nökkut kappdrægt í leikum. En þá er meir tók at greinast með þeim kump-
ánum, þá bauð Helgi, föðurbróðir Arons, honum til sín [II: 238].“ Þróast
þessi ágreiningur alla söguna þangað til að Sturla fellur á Örlygsstöðum
og Þórður kakali, bróðir Sturlu, sættist við Aron heilum sáttum undir lok
hennar.
Þótt Arons saga dveljist undarlega lítið við Jórsalaför Arons er þar
minnið um heimsóknina til heilags staðar (II: 270). Þetta minni er líka
þráendurtekið í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar hinni sérstöku.81 En fræg-
ust er frásögnin í Íslendinga sögu af því þegar Sturla Sighvatsson gekk til
Rómar og var ráðið fyrir flestum höfuðkirkjum fyrir Grímseyjarförina og
annan mótgang við Guðmund biskup góða (I: 364). Hvorki Hrafns saga né
Íslendinga saga segja þó í löngu máli frá pílagrímsgöngum söguhetjanna,
þótt gera megi ráð fyrir að höfundar þeirra hafi haft góðar heimildir um
þær, og varla við öðru að búast en Hrafn og Sturla hafi sjálfir sagt frá ferð-
um á svo framandi slóðir. En slíkar frásagnir áttu einfaldlega ekki heima í
veraldlegum samtíðarsögum.
Í ófriðarfrásögnum er helsta atriðið hetjuleg vörn kappans áður en hann
er drepinn. Nú lifði Aron af mesta bardagann sem hann tók þátt í, nefnilega
í Grímsey, og er því Eyjólfur Kársson, tengdamaður Arons og einn helsti
stuðningsmaður Guðmundar biskups, sem féll í eynni, í raun í hlutverki
hetjunnar. En sagan gerir talsvert úr því hversu vel Aron varðist ofurefli liðs
Sturlu Sighvatssonar. Augljóslega telur þó höfundur að Guðmundur góði
hafi veitt hetjunni, sem barðist fyrir hinn góða málstað, lið:
Gerðist þá nökkut undarligr atburðr, því at svá er sagt, at Sturla
sjálfr þykkist at honum hafa unnit, ok sóttu hann ok fleiri menn
aðrir, þeir sem hjá honum höfðu verit. En svá stóðu þykkt spjót á
Aroni um hríð, at þá studdu hann aðrir spjótsoddar, er öðrum var
at lagit. En brynjan var svá örugg, at ekki gekk á, ok því mátti hann
eigi falla svá skjótt sem elligar myndi hann. Aron fekk þar þrjú sár
stór ok eigi banvænlig. Eitt lag kom í kinnina Arons ok nam staðar
öðrum megin í góminn, ok var sú kefling heldr óhæg. Annat sár
81 Hrafn saga Sveinbjarnarsonar, útg. Guðrún Helgadóttir, Oxford: Clarendon, 1987,
bls. 3–4.
ÚLFaR bRaGason