Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 152
152
enda „lagði hann Gyðingaland undir Rómaborgarveldi“. Að lokum segir
frá Augustusi keisara „en hann friðaði of allan heim ok á hans dögum
var Cristr borinn“.24 Síðar tengdu norrænir fræðimenn Augustus keisara
iðulega við sögu Norðurlanda með því að tímasetja Fróðafrið á dögum
hans og var þá stundum vísað í „Sæmund prest“ (þ.e. Sæmund fróða).
Telur Stefán Karlsson að þær upplýsingar geti verið komnar úr einni og
sömu heimildinni, langfeðgatali þar sem ættir voru raktar frá hinum fyrsta
manni, Adam, til hinna íslensku Oddaverja.25
Efni Aldartölu er fróðleikur sem hægt var að finna í latneskum ritum
um upphaf heimsbyggðar og sögu mannkyns og skiptir ekki máli í þessu
samhengi hvaðan höfundur hefur fengið þær upplýsingar, hvort sem hann
var Ari fróði eða þá einhver annar fróðleiksmaður á svipuðu méli.26 Á
hinn bóginn er þetta knappa rit vísbending um þekkingu íslensks lær-
dómsmanns á veraldarsögu við upphaf ritaldar og kerfisbindingu þeirrar
söguskoðunar, m.a. með aðferðum heimsaldrafræða. Gamla testamentið
var helsta heimildin um sögu mannkyns fyrir Krists burð og grundvöllur
skiptingar í heimsaldra en inn í þá meginfrásögn mátti skjóta nokkrum
staðreyndum úr sögu Persa, Grikkja og Rómverja.
Sagnaritun um upphaf ritaldar á Íslandi hefur mótast af því að áhugi
fræðimanna frá seinni öldum beinist einkum að ritum eins og Íslendingabók
og Landnámu, sem eru einstök á sínu sviði. Samhengisins vegna er þó
mikilvægt að hafa í hug að veraldarsöguritun var hafin á svipuðum tíma
eða jafnvel fyrr. Hún var að einhverju leyti forsenda ritunar um sögu
Íslendinga því að með henni varð til viðmið fyrir Íslandssöguna. Það
hefði aldrei verið hægt að rita verk eins og Íslendingabók nema að hafa
haft kynni af erlendum sagnaritum; staðreynd sem vill gleymast þegar
Íslendingabók er lýst sem sjálfsprottnum græðlingi við upphaf íslenskrar
sagnaritunar.
Nokkru yngra en Aldartalan er verk er nefnist Veraldarsaga. Sú bók er
frá því á sjötta áratug 12. aldar. Hún er mun lengri en ágripið sem varð-
veist hefur í AM 194, 8vo, en þó eigi að síður frekar knöpp og gæti hafa
24 Alfræði íslenzk I, bls. 52–53.
25 Stefán Karlsson, „Fróðleiksgreinar frá tólftu öld“, bls. 332–333.
26 Til samanburðar má t.d. skoða aldartölu eftir Beda prest, sjá Bedae Venerabilis Opera.
Pars VI. Opera Didascalica 2: De temporum ratione liber, en þar er kynnt til sögu
svipað heimsaldrakerfi og svipaðar upplýsingar án þess að um bein rittengsl þurfi
að vera að ræða. Stefán Karlsson nefnir fleiri rit sem höfundur gæti hafa þekkt, t.d.
Chronica Minora eftir Isidoros og Liber genealogus, sjá „Fróðleiksgreinar frá tólftu
öld“, bls. 334.
sVeRRiR JaKobsson