Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 20
20
sem að marka beitiland, auðkenna landamæri og landamörk, merkja geng
fjallaskörð o.s.frv. Þannig þjónuðu þær mönnum sem boðskiptatæki.26
Með þróun fjallaferða sem tómstundaiðkunar vék þessi fyrst og fremst
hagnýta merking, hleðsla „grjótmannanna“ gegndi ekki lengur neinu aug-
ljósu hlutverki heldur varð að eins konar skemmtun. Að mati Scharfes væri
fullmikil einföldun að smætta vörðurnar niður í hlutverk þeirra sem merki,
fremur ber að líta á þær sem eins konar ummerki mannsins í óbyggðum.
Grjótið sem þær eru gerðar úr gefur í skyn eilífð, nokkurs konar „yfir-
sögulegt líf“. „Þögul forneskja“ grjótmannsins fyllir menn lotningu, sem
samkvæmt Scharfe sprettur af „bendu hughrifa og tilfinninga sem ekki
verður greitt úr“.27 Úr fjarlægð minnir varðan sannarlega á mann og það
er ekki hrein sjónhverfing að því leyti, að henni er á vissan hátt ætlað að
vera staðgengill manns. Maðurinn hleður vörðuna, skilur hana eftir og
ljær henni merkingu sem aðrir menn ráða í. Að auki er hún oft hlaðin á
fjallstindum og gegnir því einnig öðru hlutverki: Hún gnæfir yfir tind-
inn sem náttúran eða Guð hefur skapað, megnar jafnvel að hækka hann,
en er engu að síður mannanna verk. „Leikurinn sem virðist svo saklaus
er um leið leikur Prómeþeifs að sköpun fjallsins og maðurinn getur ekki,
engu fremur en sjálf goðsagnaveran Prómeþeifur, staðist þá freistingu að
taka sér almætti guðanna.“28 Í túlkun sinni lætur listfræðingurinn Scharfe
ekki nægja að draga fram þessa leikrænu útfærslu almættisþrárinnar. Hann
bendir jafnframt á að af grjótmanninum leggi ákveðinn „fórnarfnyk“, en
hann gat hæglega tekið á sig líkamlega mynd í grjótburðinum sem menn
þurftu að ráðast í svo hægt væri að hlaða vörðuna.
Vörður voru einnig hluti af alþýðumenningu á Íslandi og þjónuðu
sem vegvísar og samskiptatæki, t.a.m. þegar þær voru reistar á fjallveg-
um eða áberandi stöðum á hálendinu. Jón R. Hjálmarsson telur að grjót-
vörður hafi komið þegar með fyrstu landnámsmönnunum.29 Þessu mati
til stuðnings bendir hann á kafla í Landnámu og dregur þá ályktun að
fyrstu landnámsmennirnir (eða þrælar þeirra) hafi hlaðið einfaldar vörð-
ur á könnunarferðum sínum um landið, til að rata til baka eða helga sér
land.30 Í Íslendingasögum er einnig minnst á að vörður séu hlaðnar. Helgi
26 Sama rit, bls. 254 o. áfr.
27 Sama rit, bls. 255.
28 Sama rit, bls. 256.
29 Jón R. Hjálmarsson, „Vörður og varðaðar leiðir“, Sunnan jökla. Viðtalsþættir og
frásagnir af fjöllum, Selfoss: Suðurlandsútgáfan, 1997, bls. 141–153.
30 Sjá sama rit, bls. 143.
MaRion LeRneR