Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 115
115
athygli að mikilvægi bókmennta í íslenskri sjálfsmyndasköpun og í orðum
sumra má einmitt greina að vegna þess að bókin er hluti af íslenskri menn-
ingu geti hún ekki verið full af kynþáttafordómum.63 Í slíku samhengi má
stundum heyra nafn Muggs nefnt. Einn útgefandi bókarinnar sagði til
dæmis í blaðaviðtali: „Mörgum þykir vænt um þessa bók og þykir hún fal-
leg. Þeim finnst hún menningarsögulegt verðmæti og get ég því ómögulega
tengt bókina rasisma.“64 Hér er áhugavert að velta fyrir sér hvernig bókin
er þannig staðsett sem hluti af og sem endurspeglun á íslenskum menn-
ingararfi og um leið hvernig uppruni hennar á tímum aðskilnaðarstefnu í
Bandaríkjunum, sem og endurútgáfa hennar víðs vegar um heiminn, verða
ósýnileg. Slíkt viðhorf skarast við tilfinningar gagnvart bókinni sem hluta
af bernskuminningum sem oft koma upp þegar fólk útskýrir af hverju það
eigi ekki að tengja hana við kynþáttafordóma. Þetta má sjá endurspeglast í
eftirfarandi færslu: „Ég ólst upp við að læra að syngja kvæðið og þegar ég
hugsa til baka um þann boðskap og viðhorf sem þetta kvæði mótaði í mína
barnssál þá, var það einungis jákvætt.“65
Einnig má hér sjá að margir eru enn þeirrar skoðunar að flokka megi
einstaklinga á vísindalegan hátt í ólíka kynþætti. Slík hugmynd þarf ekki
að vera meðvituð heldur hluti af minni sem er orðið þáttur í veruhætti ein-
staklinga, eins og Bourdieu bendir á, þar sem þeir ganga út frá slíku sem
sjálfsögðum veruleika.66 Slík sýn birtist í staðhæfingum um að bókin hafi
uppfræðslugildi, eins og haldið er fram í bloggfærslu þar sem sagt er að
bókin sé „kjörið tækifæri til að impra“ á umræðu um kynþáttafordóma.67
Dæmi um hvernig flokkun í kynþætti er enn hluti af veruhætti einstaklinga
eru ummæli frá bloggara sem skrifar að í hans huga séu þetta orð sem hafa
verið fest við þennan ákveðna kynþátt og leggur áherslu á að hann hafi
ekki neitt á móti neinum ,kynþætti‘ og telji fólk af erlendum uppruna vera
63 Gísli Sigurðsson, „Icelandic National Identity: From Romanticism to Tourism“,
Making Europe in Nordic Contexts, ritstj. P.J. Anttonen, Turku: Nordic Institute of
Folklore, 1996, bls. 41–75.
64 R. H. Baldursson, „Negrastrákarnir á toppi metsölulistans“, DV, 31. október, 2007,
sótt 8. nóvember 2007 af http://www.dv.is/fréttir/lesa/2078.
65 Guðrún, „Ég ólst upp ...“, 27. október, 2007, athugasemd við bloggfærsluna „10
Litlir Negra strákar“, skrifuð 26. október, 2007, sótt 7. nóvember 2007 af http://
hallarut.blog.is/blog/hallarut/entry/348395/.
66 Pierre Bourdieu, In Other Words: Essays toward Reflexive Sociology, bls. 56.
67 Helgi, „Ég er ósammála …“, 29. október 2007, athugasemd við bloggfærsluna
„Negrastrákar“, 27. október 2007, sótt 8. nóvember 2007 af http://eyjan.is/silfur-
egils/2007/10/27/negrastrakar/.
ENDURÚTGÁFA NEGRASTRÁKANNA