Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 17
17
eða endurnýist á allt að því náttúrulegan hátt. Þvert á móti verður að hlúa
að geymsluminninu, leggja rækt við það og jafnvel koma því samvisku-
samlega fyrir. Þessu hlutverki þjóna stofnanir á borð við söfn, skjalahirslur
og bókasöfn, þar sem menningarleg þekking er varðveitt. Vísindi og listir
gegna einkar mikilvægu hlutverki í þessu tilliti.
Aðgreiningin í vinnsluminni og geymsluminni gefur færi á að lýsa
nánar tvíþættri formgerð hins menningarlega minnis, þar sem minning
og gleymska fléttast ávallt saman. Margt af því sem talið er gleymt er
hugsanlega aðeins óaðgengilegt um stundarsakir, hefur aðeins þokast í
bakgrunninn. Á sama hátt og einstaklingur getur skyndilega munað hluti,
vegna þess að athygli hans dregst að þeim (hugsanlega ómeðvitað) við til-
teknar aðstæður eða eftir krókaleiðum, getur það hent í menningarlega
minninu að „vitund samtímans varpi nýju ljósi á ákveðin atriði sem komið
hefur verið fyrir í geymsluminninu til varðveislu, en á hinn bóginn eru
hugsanir samtímans sniðnar eftir ákveðnum þáttum sem hafa varðveist“.20
Þannig má jafnframt líta á geymsluminnið sem „forðabúr og bakgrunn
dulinna minninga“ er eiga merkisstund sína að baki eða jafnvel í fram-
tíðinni.21 Geymsluminnið hýsir ekki aðeins það sem hefur verið vísvitandi
varðveitt, heldur má hér einnig finna ákveðnar efnisleifar fyrri tíma, sem
ekki eru not fyrir lengur en eru með einhverjum hætti enn til staðar. Sé
hægt að notast við mynd skjalahirslunnar til að lýsa hinni meðvituðu vist-
un, þá virðist mér kjallarakompan eða flóamarkaðurinn vera hentug lýsing
á öllu því sem þar safnast upp, án þess að maður viti í raun af því eða það
hafi verið skipulega tekið saman.
Ferðalýsingar og endurminning
Menningarlegt minni samfélags þarfnast umhirðu og athygli. Þetta er
einkum raunin á umbrotatímum, þegar rót kemst á sjálfsmyndir og með-
limir þjóðfélagshópa sjá sig knúna til að minnast. Fyrstu áratugir 20. aldar
voru án efa slíkur umbrotatími á Íslandi. Þjóðfélagið tók breytingum á
nær öllum sviðum, allt frá hraðri fólksfjölgun og búseturöskun til hrað-
ari borgarmyndunar, innleiðslu nútímalegra framleiðsluhátta og mikilla
framfara er fylgdu nútímalegri uppbyggingu á innviðum samfélagsins og
menntakerfinu, svo dæmi séu tekin, auk lýðræðisvæðingar og sjálfstæðis
20 Aleida Assmann, Der lange Schatten der Vergangenheit: Erinnerungskultur und
Geschichtspolitik, München: C. H. Beck, 2006, bls. 55.
21 Sami staður.
STAðIR OG MENNINGARLEGT MINNI