Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 172
172
legri geymd (eða í munnlegu minni (e. oral memory)) verður kveikjan að upp-
setningu minnismerkis en minnismerkið verður ekki kveikjan að sögunni.
Eins og Marion Lerner bendir á í grein í þessu hefti geta minnismerki,
en þar undir má að mínum dómi flokka grjótvörður sem hlaðnar eru á
slysstað, verið flutningsleið úr samskiptaminni yfir í menningarlegt minni,
sem eru hugtök frá Jan og Aleidu Assmann.26 Hver kynslóð geymir sínar minn-
ingar og oft rísa minnismerki líkt og viðbragð við þeirri staðreynd að enginn
man lengur tiltekinn atburð frá fyrstu hendi. Tilgangur minnismerkisins er
þá að varðveita sögur sem eru að hverfa úr samskiptaminninu, en samkvæmt
Jan Assmann er tími samskiptaminnis áttatíu til hundrað ár. Mörg íslensk
dæmi mætti taka um minnismerki sem reist eru í um það bil hundrað árum
eftir atburð. Þannig segir Grétar Jón Guðmundsson sem hafði forgöngu um
að reist var minnismerki í Selárdal 2004 um átján sjómenn úr Ketildalahreppi
sem fórust í aftakaveðri 20. september árið 1900: „Aðdragandinn að þessu er
sá að ég fór á stúfana og ræddi við nokkra menn, hvort við ættum ekki að gera
eitthvað svo þessi atburður gleymdist ekki.“27
Hér gefst ekki svigrúm til að fara vítt um lendur sameiginlegra minninga
(e. collective memories). Skorinort skilgreining Ingu Adriansen kemur því að
góðum notum: „Þegar einstaklingar túlka fortíðina með sama hætti verður
til minningasamfélag.“28 Eins og Matthew Allen og Steven Brown hafa bent á
geta minnismerki komið að góðum notum við að nálgast og greina minnisferli
hópa og samfélaga.29 Eitt megineinkenni minnismerkja um samfélagsleg áföll
er að þau verða miðpunktur minningarathafna. Dæmi um slíka athöfn er minn-
ingarstund sem haldin var á Patreksfirði 22. janúar 2013. Þá komu bæjarbúar
saman við minnismerki um krapaflóðin sem fallið höfðu þrjátíu árum áður.
Slíkar athafnir eru ekki allar jafn skipulagðar og ljóst að þeir sem taka þátt
eiga ólíkar minningar, sumir eru gestkomandi, aðrir voru ef til vill ekki fæddir
þegar atburðirnir áttu sér stað, enn aðrir misstu náinn ástvin. Kenningar um
sameiginlegt minni byggja hins vegar á því að með endurtekningu athafna
festist ákveðnar hefðir í sessi. Paul Connerton hefur sagt: „Ef það er eitthvað
til sem heitir félagslegt minni [e. social memory] [...] er líklegt að við finnum
það í minningarathöfnum.“30 Það sem festir þessar minningarathafnir í sessi,
26 Marion Lerner fer vel yfir þessi hugtök í grein sinni „Staðir og menningarlegt
minni: Um ferðalýsingar og vörður“, sem finna má í þýðingu Benedikts Hjart-
arsonar á bls. 9–28 í þessu hefti Ritsins.
27 Sjá „Minnismerki afhjúpað í Selárdal á laugardaginn“, frétt birt á www.arnfirdingur.
is 16. september 2004, (leturbreytingar mínar).
28 „Når mennesker har samme fortolkning af fortiden, udgør de et erindringsfælles-
skab“, sjá Inga Adriansen, Erindringssteder i Danmark, bls. 21.
29 Matthew J. Allen og Steven D. Brown, „Embodiment and living memorials: The
affective labour of remembering the 2005 London bombings“, Memory Studies
4/2011, bls. 312–327, hér bls. 313.
30 Paul Connerton, How Societies Remember, Cambridge: Cambridge University Press,
2004, bls. 4.
KetiLL KRistinsson