Peningamál - 01.07.2006, Side 3

Peningamál - 01.07.2006, Side 3
Inngangur Verri verðbólguhorfur kalla á mun meira aðhald Verðbólguhorfur hafa versnað enn frekar frá síðustu hækkun stýri- vaxta Seðlabanka Íslands. Þegar verðbólguspáin sem hér er birt var gerð var gengi krónunnar u.þ.b. 12% lægra en í spánni sem birtist í Peningamálum í lok mars um leið og bankinn hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur og u.þ.b. 6% lægra en í maí þegar bankinn hækkaði vexti enn um 0,75 prósentur. Gengislækkunin hefur þegar leitt til mun meiri verðbólgu og mun gera áfram á næstu mánuðum. Samkomulag Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands í júní eykur einnig á verðbólguþrýstinginn. Launakostnaður á framleidda einingu hefur um langt skeið hækkað mun meira en til lengdar samrýmist verðbólgu- markmiðinu. Viðbótarlaunahækkun, sem nú hefur verið samið um, eykur á verðbólguþrýsting um sömu mundir og yfi rstandandi ofþensluskeið nær hámarki. Lægstu laun hækka mikið. Við núverandi aðstæður á vinnumarkaði er hætt við að launahækkunin dreifi st upp launastigann. Kaupmáttur er nú þegar meiri en framleiðslugeta þjóð- arbúsins stendur undir. Hækkunin í júlí eykur kaupmátt um skamma hríð, en ástæða er til að óttast að rýrnun kaupmáttar fylgi í kjölfar- ið, sökum aukinnar verðbólgu umfram hækkun launa eða minnkandi atvinnu. Að óbreyttum stýrivöxtum er líklegra að hin mikla hækkun launa valdi aukinni verðbólgu, fyrst vegna kostnaðarþrýstings en síðar einnig vegna áhrifa á eftirspurn og gengi krónunnar. Mat Seðlabankans á verðbólguhorfum er nú sett fram með öðrum hætti en gert hefur verið hingað til. Í svokallaðri grunnspá er tekið mið af væntingum markaðarins og spám greiningaraðila um framvindu stýrivaxta í stað þess að gera ráð fyrir að þeir haldist óbreyttir frá spá- degi. Verðbólga eykst samkvæmt þessum forsendum í því sem næst 11% á síðasta fjórðungi ársins, helst nálægt því fram á mitt næsta ár, tekur þá að lækka en er enn langt yfi r markmiði bankans í lok spátíma- bilsins. Samkvæmt grunnspánni verður verðbólgan u.þ.b. 5 prósentum meiri um miðbik spátímans og 2 prósentum meiri við lok hans en gert var ráð fyrir í marsspánni. Þetta eru ekki viðunandi horfur. Fráviksspá með töluvert meiri hækkun stýrivaxta sýnir hins vegar að með að- haldssamari peningastefnu mætti ná verðbólgumarkmiðinu eftir u.þ.b. tvö ár, þótt til skamms tíma séu áhrifi n á verðbólgu ekki mikil. Horft til lengri tíma leiðir aðhaldssamari peningastefna ekki til meiri samdráttar í þjóðarbúskapnum en aðlögunin verður fyrr á ferðinni, sem stuðlar að minni verðbólgu og kaupmáttarrýrnun en ef aðhaldið væri slakara. Þjóðhags- og verðbólguspár eru ekki nákvæm vísindi og niður- stöðum einstakra líkana ber ævinlega að taka með fyrirvara. Þær gefa hins vegar hugmynd um það sem framundan kann að vera. Tvennt gæti öðru fremur orðið til þess að stýrivextir þurfi ekki að fara jafn hátt og verðbólguspáin gefur til kynna. Í fyrsta lagi gæti miðlun pen- ingastefnunnar um vaxtarófi ð gerst hraðar en til þessa. Í öðru lagi er hugsanlegt að hraðar dragi úr eftirspurn og framleiðsluspennu en nú
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.