Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 61

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 61
Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Innlendir markaðir róast Talsvert dró úr óróa á markaði í síðari hluta apríl eftir fremur viðburðaríkt skeið frá 20. febrúar. Seðlabanki Íslands tilkynnti um hækkun stýrivaxta um 0,75 prósentur hinn 30. mars og aftur 18. maí. Báðar hækk- anir voru rökstuddar með versnandi verðbólguhorfum, sem m.a. stöfuðu af gengislækkun krónunnar. Vextir á krónumarkaði hækkuðu í samræmi við hækkanir Seðlabankans. Gengi krónunnar lækkaði um u.þ.b. 10% frá miðjum mars til jafnlengdar í júní. Breytingar voru kynntar á skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs í byrjun maí og heppnuðust útboð í kjölfarið vel. Talsverðar hræringar voru á ýmsum erlendum hlutabréfamörkuðum en fremur dró úr áhrifum hérlendis. Seðlabankar víða um heim hafa hækkað vexti eða virðast líklegir til þess á næstunni. 1. Upplýsingar í greininni miðast við 23. júní 2006. Er íslenski markaðurinn leiðandi á heimsvísu? Upp á síðkastið hefur gætt meiri óróa á ýmsum erlendum mörkuðum en áður. Að hluta til gætir þar áhrifa lausafjársamdráttar en einnig virð- ist sem hærra olíuverð sé farið að valda áhyggjum um lakari hagvaxtar- horfur. Aukin alþjóðavæðing veldur einnig smiti á milli ólíkra markaða og landa. Horfur á vaxandi verðbólgu hafa ýtt við seðlabönkum og hafa allmargir þeirra hækkað vexti í því skyni að slá á verðbólguþrýst- ing og væntingar. Hérlendis hafa aðstæður verið nokkuð aðrar en víða annars staðar því að risavaxin fjárfestingarverkefni og skyndileg- ar breytingar á fasteignalánamarkaði ollu ójafnvægi sem magnaðist vegna aukinnar innlendrar neyslu. Ljóst hefur verið um alllangt skeið að hagkerfi ð myndi leita betra jafnvægis og m.a. hóf Seðlabankinn að hækka stýrivexti sína í maí 2004 til að bregðast við versnandi verðbólguhorfum. Breytingar á hús- næðislánamarkaði, útþensla banka og aðkoma erlendra fjárfesta töfðu fyrir því að aðgerðir Seðlabankans hefðu þau áhrif sem nauðsynleg voru. Metviðskiptahalli gaf m.a. vísbendingar um að gengi krónunnar væri of hátt og því var ekki óvænt að það lækkaði. Gengi krónunnar lækkaði í febrúar og mars og hlutabréfaverð sem náð hafði hámarki um miðjan febrúar féll einnig nokkuð skarpt. Þó er eftirtektar vert að hlutabréfaverð hefur ekki farið sem neinu nemur niður fyrir áramóta- gildi sitt sem innsiglaði tæplega 90% hækkun ársins 2005. Svokölluð vaxtamunarviðskipti settu svip sinn á markaðsþróun frá ágúst á síðasta ári. Þau ollu hækkun á gengi krónunnar og þrýstu vöxt- um hérlendis niður, þvert á aðgerðir Seðlabankans. Óróinn í febrúar og mars á íslenskum markaði smitaðist til annarra markaða sem líkt var á komið fyrir. Fjárfestar sem dreift höfðu viðskiptum sínum á marga markaði í því skyni að dreifa áhættunni þurftu að bregðast við tapi á ís- lenskum markaði með því að losa sig út úr stöðum á öðrum mörkuðum og bjuggu þannig til nokkurs konar keðjuáhrif. Í fyrstu umferð hafði þetta lítil áhrif á stærri og þróaðri markaði en á síðari stigum kann þetta að hafa haft áhrif þar sem einhver hluti fjárfestanna kom frá þessum löndum og þrengri staða þeirra kann að hafa haft keðjuverkandi áhrif. Því kann svo að virðast sem breytingar á íslenskum markaði hafi verið undanfari þróunar í átt til aukins óstöðugleika á stærri mörkuðum. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.